Nicolas Cage mun leika í nýrri gamanmynd um hryðjuverkaleiðtogann sáluga Osama Bin Laden. Hún nefnist Army of One.
Leikstjórinn, Larry Charles, byggir myndina á grein sem birtist í tímaritinu GQ um bandarískan ríkisborgara sem ákvað að leita sjálfur að Bin Laden, samkvæmt Hollywood Reporter.
Cage fer með hlutverk byggingastarfsmannsins Garys Faulkner sem gerði margar tilraunir til að lauma sér inn í Pakistan og Afganistan.
Larry Charles hefur áður leikstýrt gamanmyndunum Borat, Brüno og The Dictator.
