Johnny Depp er ekki hrifinn af því þegar kvikmyndastjörnur hefja feril sem tónlistarmenn.
„Mér verður óglatt af tilhugsuninni. Ég hef aldrei þolað þetta,“ sagði hinn 51 árs leikari, sem lék á sínum tíma í söngvamyndinni Sweeney Todd.
„Ég þoli ekki þegar þetta gerist. „Komið og sjáið mig spila á gítar vegna þess að þið hafið séð mig í tólf myndum.“ Sjálfur hefur Depp farið upp á svið með gítarinn sinn og spilað með Oasis, Marilyn Manson og Keith Richards en hefur engan áhuga á tónlistarferli.
„Tónlist er enn hluti af lífi mínu en þið munuð aldrei heyra í The Johnny Depp Band. Það verður aldrei stofnað.“

