Vildu ekki hugmyndir Lucas um Star Wars 22. janúar 2015 13:00 Öllum hugmyndum Lucas varðandi nýju Star Wars-myndina var ýtt út af borðinu. Vísir/Getty Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare. Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira