Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er einn þriggja flytjenda sem fjallað var um á vefsíðu bandaríska tímaritsins Billboard í gær.
Á hverjum föstudegi fjallar hún um nýja og áhugaverða tónlistarmenn sem eru líklegir til að komast langt á Billboard-vinsældarlistann og komst Íslendingurinn í þennan eftirsótta hóp.
Á síðunni segir að nýjasta smáskífulag Ásgeirs, King and Cross, sé „sumarleg blanda af þjóðlagatónlist og elektróník sem fólk sé byrjað að tengja við í Bandaríkjunum“. Lagið er sem stendur í þrítugasta sæti á Adult Alternative-lista Billboard.
