Frakkinn Alexandre Desplat er einn þeirra þriggja tónskálda sem munu etja kappi við Jóhann Jóhannsson á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar.
Desplat var í gær tilnefndur fyrir bestu tónlistina í tveimur myndum, The Grand Budapest Hotel og The Imitation Game og hefur því samanlagt átta sinnum verið tilnefndur til Óskarsins á farsælum ferli sínum.
Ekki vita þó allir að hann hefur komið við sögu í íslenskri kvikmyndagerð því hann samdi tónlistina við myndina Stormviðri í leikstjórn Sólveigar Anspach sem kom út 2003.
Fjórum árum síðar hlaut Desplat sína fyrstu Óskartilnefningu, fyrir The Queen.
