Fær einn dag til að æfa fyrir Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. janúar 2015 11:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur alltaf verið mikill aðdáandi Eurovision-keppninnar. Vísir/GVA „Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012. Eurovision Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012.
Eurovision Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira