Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 11:00 Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar Hrútar, gerir ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í lok ágúst. vísir/ernir „Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar. Eddan Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar.
Eddan Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira