Getum við lært? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun