Getum við lært? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar