Múslimakonur verða fyrir ónæði og fordómum vegna trúar sinnar 15. janúar 2015 07:00 Anna Kristinsdóttir Konur eru virkar í trúarstarfi í þeim moskum sem eru starfandi hér á landi. 220 konur eru skráðar í Félag múslima og 151 í Menningarsetur múslima. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir, eiginkona Salmans Tamimi, er ein þeirra kvenna sem hafa verið ötular í trúarstarfi og verið múslimakonum innan handar. Þótt trúfélög múslima séu tvö hér á landi og aðskilin þá hittast konur úr sitt hvoru trúfélaginu oft á samkomum. „Við hittumst nokkrar saman, erum allt frá fjórum konum upp í tíu á hverri samkomu. Stundum erum við í moskunni í Ármúla en stundum í heimahúsi,“ segir Ingibjörg. Hún segir samkomur oftast byrja á spjalli um daginn og veginn. „Við hittumst og ræðum tilveruna, svo þegar kemur að því að biðja, þá gerum við það. Svo fáum við okkur kaffisopa og ræðum ýmislegt, oft eitthvað sem tengist trúnni.“ Ingibjörg segir múslimakonur oft verða fyrir ónæði og þær ræði það sín á milli. Þær hafi jákvæðni í fyrirrúmi og gefi hver annarri ráð til þess að takast á við ónæði og jafnvel fordóma. „Við ræðum oft um það þegar einhver okkar verður fyrir ónæði sökum trúar sinnar og hvernig er hægt að takast á við vandamálið. Við erum svo bjartsýnar og jákvæðar að við reynum að leysa allt slíkt.“Spurðar út í klæðaburðinn Hún nefnir dæmi um ónæði og fordóma sem konur verða fyrir. Margir amist við því að þær kjósi að hylja hár sitt með hijab. „Konur lenda í því að vera spurðar af hverju þær séu með hijab og eru þá gjarnan spurðar að því af hverju þær klæði sig ekki eins og Íslendingar. Sumar hafa svarað á þá leið að þeim líði vel þannig og það skapi þeim engin vandamál. Við útskýrum að klæðnaðurinn sé eitt af atriðum trúarinnar sem við kjósum sjálfar að fylgja. Þá eru konur oft spurðar hvort þær séu kúgaðar af eiginmanni sínum. Hvort þær ráði yfir sér sjálfar eða séu neyddar til einhvers af manni sínum.“ Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, nefnir að í borginni búi og starfi fólk frá yfir 130 þjóðlöndum og með ólíka menningu í farteskinu. Múslimar skiptist í fjölda hópa sem geta verið jafn ólíkir og þeir eru margir. Nú hefur verið ákveðið að bæta arabískum ráðgjafa við starfslið borgarinnar til að mæta þörfum fólks frá arabískumælandi löndum. „Við tökum á móti fólki með ólíka menningu í farteskinu. Fólk sem starfar hér þarf að hafa kunnáttu til þess. Þessa dagana erum við að ráða inn arabískumælandi ráðgjafa í hálft starf sem mun reyna að mæta þörfum þessara ólíku hópa því þjóðarhóparnir eru misjafnir og einangrunin frá íslensku samfélagi er misjöfn. Ráðgjafar á okkar vegum sérhæfa sig í því að aðstoða fólk í því að glíma við kerfið og tala við það bæði um réttindi þess og skyldur. Þeir munu fara í moskurnar til að hitta fólk og upplýsa það um samfélagið.“ Anna tiltekur að þetta sé mikilvægt starf. Sé ekki unnið að því að mæta þörfum þjóðarhópanna sem og því að upplýsa fólk um skyldur þess stefni í óefni. „Þá gerist það að önnur og þriðja kynslóð sem hefur einangrast rís upp. Sú kynslóð á ekki föðurland. Við reynum að koma í veg fyrir þessi mistök,“ segir Anna.Kjörnir fulltrúar gæti hófs Hún segir það óhjákvæmilegt að íslenskt samfélag taki örum breytingum. Ekki boði gott að vinna á móti því. „Við erum bara hluti af þessum stóra heimi, það hafa ekki verið fleiri flóttamenn í heiminum frá því eftir seinni heimsstyrjöld. Það er hópur sem hingað mun sækja. Svo er sagt að árið 2022 verði atvinnumarkaðurinn á Íslandi ekki lengur sjálfbær. Við verðum því að fá fleira fólk hingað til að halda uppi samfélaginu, en þá verðum við líka að vera tilbúin til að taka á móti þessu fólki.“ Anna verður vör við fordóma og segir miklu máli skipta að kjörnir fulltrúar gæti hófs í orðavali en nýverið sagðist Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telja að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. „Auðvitað eru hér fordómar, þessi umræða um múslima undanfarið hefur gruggað svolítið upp. Við erum vakandi fyrir því og bregðumst við því um leið. Við líðum ekki fordóma. Hér ber að sýna þessum fjölbreytta hópi virðingu. Mér þykir miður að kjörinn fulltrúi láti svona út úr sér og auðvitað er ólöglegt að kanna bakgrunn þessa fólks. Eitt af því sem við höfum lært í verkefninu Intercultural Cities sem Reykjavíkurborg á aðild að er að talsmenn verða að gæta hófs í orðavali. Það eru þeir sem gefa út orðræðuna. Um leið og kjörnir fulltrúar fara að taka sér slík ummæli í munn þá erum við að segja við allan almenning að þeir geti leyft sér slík ummæli.“Mikil vinna fram undan Verkefnið sem Anna vísar í styður borgir í að endurskoða stefnumótun út frá sjónarhorni fjölmenningar í þeim tilgangi að móta heildstæða fjölmenningarstefnu. Fjölmenningarstefnan á að gera íbúum borgarinnar auðvelt fyrir að njóta kosta þess að búa í fjölbreyttu samfélagi. Þátttökurétt í verkefninu hafa einungis borgir með að minnsta kosti 30 þúsund íbúa og þurfa minnst 5% íbúa að vera af erlendum uppruna. Hlutfall íbúa Reykjavíkur með erlent ríkisfang var 8,1% í árslok 2013. Anna segir alla þætti borgarinnar til skoðunar, ekki bara þá sem snúa að þjónustu borgarinnar heldur líka þá er snúa að daglegu lífi borgarbúa. „Þetta er mikil vinna sem er fram undan, við munum skoða þjónustu borgarinnar, félagsþjónustuna og skólana, skipulagið. En líka aðra þætti mannlífsins, svo sem fjölmiðla þar sem innflytjendur þurfa að vera sýnilegri.“ Flóttamenn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Konur eru virkar í trúarstarfi í þeim moskum sem eru starfandi hér á landi. 220 konur eru skráðar í Félag múslima og 151 í Menningarsetur múslima. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir, eiginkona Salmans Tamimi, er ein þeirra kvenna sem hafa verið ötular í trúarstarfi og verið múslimakonum innan handar. Þótt trúfélög múslima séu tvö hér á landi og aðskilin þá hittast konur úr sitt hvoru trúfélaginu oft á samkomum. „Við hittumst nokkrar saman, erum allt frá fjórum konum upp í tíu á hverri samkomu. Stundum erum við í moskunni í Ármúla en stundum í heimahúsi,“ segir Ingibjörg. Hún segir samkomur oftast byrja á spjalli um daginn og veginn. „Við hittumst og ræðum tilveruna, svo þegar kemur að því að biðja, þá gerum við það. Svo fáum við okkur kaffisopa og ræðum ýmislegt, oft eitthvað sem tengist trúnni.“ Ingibjörg segir múslimakonur oft verða fyrir ónæði og þær ræði það sín á milli. Þær hafi jákvæðni í fyrirrúmi og gefi hver annarri ráð til þess að takast á við ónæði og jafnvel fordóma. „Við ræðum oft um það þegar einhver okkar verður fyrir ónæði sökum trúar sinnar og hvernig er hægt að takast á við vandamálið. Við erum svo bjartsýnar og jákvæðar að við reynum að leysa allt slíkt.“Spurðar út í klæðaburðinn Hún nefnir dæmi um ónæði og fordóma sem konur verða fyrir. Margir amist við því að þær kjósi að hylja hár sitt með hijab. „Konur lenda í því að vera spurðar af hverju þær séu með hijab og eru þá gjarnan spurðar að því af hverju þær klæði sig ekki eins og Íslendingar. Sumar hafa svarað á þá leið að þeim líði vel þannig og það skapi þeim engin vandamál. Við útskýrum að klæðnaðurinn sé eitt af atriðum trúarinnar sem við kjósum sjálfar að fylgja. Þá eru konur oft spurðar hvort þær séu kúgaðar af eiginmanni sínum. Hvort þær ráði yfir sér sjálfar eða séu neyddar til einhvers af manni sínum.“ Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, nefnir að í borginni búi og starfi fólk frá yfir 130 þjóðlöndum og með ólíka menningu í farteskinu. Múslimar skiptist í fjölda hópa sem geta verið jafn ólíkir og þeir eru margir. Nú hefur verið ákveðið að bæta arabískum ráðgjafa við starfslið borgarinnar til að mæta þörfum fólks frá arabískumælandi löndum. „Við tökum á móti fólki með ólíka menningu í farteskinu. Fólk sem starfar hér þarf að hafa kunnáttu til þess. Þessa dagana erum við að ráða inn arabískumælandi ráðgjafa í hálft starf sem mun reyna að mæta þörfum þessara ólíku hópa því þjóðarhóparnir eru misjafnir og einangrunin frá íslensku samfélagi er misjöfn. Ráðgjafar á okkar vegum sérhæfa sig í því að aðstoða fólk í því að glíma við kerfið og tala við það bæði um réttindi þess og skyldur. Þeir munu fara í moskurnar til að hitta fólk og upplýsa það um samfélagið.“ Anna tiltekur að þetta sé mikilvægt starf. Sé ekki unnið að því að mæta þörfum þjóðarhópanna sem og því að upplýsa fólk um skyldur þess stefni í óefni. „Þá gerist það að önnur og þriðja kynslóð sem hefur einangrast rís upp. Sú kynslóð á ekki föðurland. Við reynum að koma í veg fyrir þessi mistök,“ segir Anna.Kjörnir fulltrúar gæti hófs Hún segir það óhjákvæmilegt að íslenskt samfélag taki örum breytingum. Ekki boði gott að vinna á móti því. „Við erum bara hluti af þessum stóra heimi, það hafa ekki verið fleiri flóttamenn í heiminum frá því eftir seinni heimsstyrjöld. Það er hópur sem hingað mun sækja. Svo er sagt að árið 2022 verði atvinnumarkaðurinn á Íslandi ekki lengur sjálfbær. Við verðum því að fá fleira fólk hingað til að halda uppi samfélaginu, en þá verðum við líka að vera tilbúin til að taka á móti þessu fólki.“ Anna verður vör við fordóma og segir miklu máli skipta að kjörnir fulltrúar gæti hófs í orðavali en nýverið sagðist Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telja að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. „Auðvitað eru hér fordómar, þessi umræða um múslima undanfarið hefur gruggað svolítið upp. Við erum vakandi fyrir því og bregðumst við því um leið. Við líðum ekki fordóma. Hér ber að sýna þessum fjölbreytta hópi virðingu. Mér þykir miður að kjörinn fulltrúi láti svona út úr sér og auðvitað er ólöglegt að kanna bakgrunn þessa fólks. Eitt af því sem við höfum lært í verkefninu Intercultural Cities sem Reykjavíkurborg á aðild að er að talsmenn verða að gæta hófs í orðavali. Það eru þeir sem gefa út orðræðuna. Um leið og kjörnir fulltrúar fara að taka sér slík ummæli í munn þá erum við að segja við allan almenning að þeir geti leyft sér slík ummæli.“Mikil vinna fram undan Verkefnið sem Anna vísar í styður borgir í að endurskoða stefnumótun út frá sjónarhorni fjölmenningar í þeim tilgangi að móta heildstæða fjölmenningarstefnu. Fjölmenningarstefnan á að gera íbúum borgarinnar auðvelt fyrir að njóta kosta þess að búa í fjölbreyttu samfélagi. Þátttökurétt í verkefninu hafa einungis borgir með að minnsta kosti 30 þúsund íbúa og þurfa minnst 5% íbúa að vera af erlendum uppruna. Hlutfall íbúa Reykjavíkur með erlent ríkisfang var 8,1% í árslok 2013. Anna segir alla þætti borgarinnar til skoðunar, ekki bara þá sem snúa að þjónustu borgarinnar heldur líka þá er snúa að daglegu lífi borgarbúa. „Þetta er mikil vinna sem er fram undan, við munum skoða þjónustu borgarinnar, félagsþjónustuna og skólana, skipulagið. En líka aðra þætti mannlífsins, svo sem fjölmiðla þar sem innflytjendur þurfa að vera sýnilegri.“
Flóttamenn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira