Ef þær standa sig í kvöld þá gætu þær fengið farseðil í sólina Tóams Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2015 06:30 Glódís Perla Viggósdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir spiluðu báðar leikinn gegn Skotum 2012 og voru í A-liðinu 2013. Vísir/Stefán Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira