Verðum að sigra hið vonda og illa Sigurjón M. Egilsson skrifar 8. janúar 2015 08:45 Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar