Tríóið Külda Klang skipa þeir Leifur Gunnarsson á kontrabassa, Jochen Pfister á píanó frá Þýskalandi og Kristoffer Tophøj á trommur frá Danmörku. Tónlist þeirra er full af melankólíu og hljómum norrænu djasshefðarinnar. Opnir hljóðheimar, hrynfast bít og fallegar melódíur eins og best gerist í hefðbundnu píanótríói er það sem þeir hafa fram að færa.

Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari er listrænn stjórnandi dagskrárinnar og fær til liðs við sig tónlistarmenn úr djasssenunni sem saman flytja tónlist undir ákveðinni yfirskrift.
Tónleikarnir eru frumfluttir á föstudaginn klukkan 12.15 og endurteknir á sunnudaginn klukkan 13.15. Aðgangur er ókeypis.