Fer í tónleikaferð til Los Angeles og Japans Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. janúar 2015 10:00 Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir er á leið í tveggja mánaða ferðalag. vísir/vilhelm „Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira