Nú árið er liðið Stjórnarmaðurinn skrifar 30. desember 2015 08:00 Árið í ár var að mörgu leyti ágætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftirfarandi mál (í engri sérstakri röð) vöktu athygli stjórnarmannsins: Lausn í málefnum kröfuhafa. Almennt var gerður góður rómur að kynningu haftaáætlunar stjórnvalda og loks lítur út fyrir að hægt verði að setja endapunktinn við söguna af slitastjórnunum sem allt of lengi lifðu og lítið gerðu. Vonandi verður staðið við stóru orðin og höftin afnumin á næsta ári. En?… Fögur fyrirheit um áhuga erlendis á íslensku bönkunum reyndust enn og aftur byggð á sandi. Nú lítur út fyrir að af stóru bönkunum þremur verði tveir í ríkiseigu, og einn í eigu lífeyrissjóðanna. Kunnuglegt stef, óspennandi, og nauðsynlegt að allir verði vel á verði þegar og ef ráðist verður í einkavæðingu. Sameinaður banki MP og Straums leit dagsins ljós í formi Kviku. Væntanlega eru Kvikumenn ekki þeir einu sem hugsa sér gott til glóðarinnar í sterílu bankakerfi eftirhrunsáranna. Þar eru tækifæri. Málefni RÚV voru í brennidepli, og skýrsla um málefni félagsins sýndi að rekstur stofnunarinnar getur ekki staðið undir sér óbreyttur. Ekkert bólaði á lausnum frá ráðamönnum, t.d. varðandi framtíð útvarpsgjaldsins eða þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Í lok árs var enn og aftur settur plástur á sárið í formi aukaframlags frá ríkinu. Líklega verður sams konar klausa í næsta áramótaannál stjórnarmannsins, enda engin teikn á lofti um framtíðarlausn í málefnum RÚV. Hlutafjárútboð Símans var umdeilt og framkvæmdin ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaðnum. Valinn hópur kringum forstjóra félagsins keypti á vildarkjörum áður en útboðið fór fram og hagnaðist um 500 milljónir króna í skjóli nætur. Meðal röksemda var þátttaka erlendra sérfræðinga sem koma áttu með sérþekkingu að félaginu. Ekkert hefur spurst til sérfræðinganna síðan. Ekkert lát er á ferðamannastraumi til landsins. Sögulega lágt olíuverð veldur því í þokkabót að aðstæður til t.d. flugreksturs hafa sennilega aldrei verið betri á Íslandi. Svipaða sögu er að segja af öðru sem tengist ferðaþjónustu, hvort sem er veitingarekstur, lundabúðir eða vegasjoppur. Fjölgun ferðamanna má þó ekki taka sem sjálfsagðan hlut, enda ljóst að innviðirnir þurfa að batna ef ekki á að steyta á skeri. Fréttir ársins 2015 Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Árið í ár var að mörgu leyti ágætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftirfarandi mál (í engri sérstakri röð) vöktu athygli stjórnarmannsins: Lausn í málefnum kröfuhafa. Almennt var gerður góður rómur að kynningu haftaáætlunar stjórnvalda og loks lítur út fyrir að hægt verði að setja endapunktinn við söguna af slitastjórnunum sem allt of lengi lifðu og lítið gerðu. Vonandi verður staðið við stóru orðin og höftin afnumin á næsta ári. En?… Fögur fyrirheit um áhuga erlendis á íslensku bönkunum reyndust enn og aftur byggð á sandi. Nú lítur út fyrir að af stóru bönkunum þremur verði tveir í ríkiseigu, og einn í eigu lífeyrissjóðanna. Kunnuglegt stef, óspennandi, og nauðsynlegt að allir verði vel á verði þegar og ef ráðist verður í einkavæðingu. Sameinaður banki MP og Straums leit dagsins ljós í formi Kviku. Væntanlega eru Kvikumenn ekki þeir einu sem hugsa sér gott til glóðarinnar í sterílu bankakerfi eftirhrunsáranna. Þar eru tækifæri. Málefni RÚV voru í brennidepli, og skýrsla um málefni félagsins sýndi að rekstur stofnunarinnar getur ekki staðið undir sér óbreyttur. Ekkert bólaði á lausnum frá ráðamönnum, t.d. varðandi framtíð útvarpsgjaldsins eða þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Í lok árs var enn og aftur settur plástur á sárið í formi aukaframlags frá ríkinu. Líklega verður sams konar klausa í næsta áramótaannál stjórnarmannsins, enda engin teikn á lofti um framtíðarlausn í málefnum RÚV. Hlutafjárútboð Símans var umdeilt og framkvæmdin ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaðnum. Valinn hópur kringum forstjóra félagsins keypti á vildarkjörum áður en útboðið fór fram og hagnaðist um 500 milljónir króna í skjóli nætur. Meðal röksemda var þátttaka erlendra sérfræðinga sem koma áttu með sérþekkingu að félaginu. Ekkert hefur spurst til sérfræðinganna síðan. Ekkert lát er á ferðamannastraumi til landsins. Sögulega lágt olíuverð veldur því í þokkabót að aðstæður til t.d. flugreksturs hafa sennilega aldrei verið betri á Íslandi. Svipaða sögu er að segja af öðru sem tengist ferðaþjónustu, hvort sem er veitingarekstur, lundabúðir eða vegasjoppur. Fjölgun ferðamanna má þó ekki taka sem sjálfsagðan hlut, enda ljóst að innviðirnir þurfa að batna ef ekki á að steyta á skeri.
Fréttir ársins 2015 Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira