Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Ingvar Haraldsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og með Ségolène Royal umhverfisráðherra Frakklands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti Forsetakosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira