21 gramm Ívar Halldórsson skrifar 31. desember 2015 15:50 Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun