Boðuð endurkoma Dóru Maríu áramótagrín hjá Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2015 16:25 Bara grín. mynd/facebook-síða vals Valsmenn eru oftar en ekki léttir í lund og það er engin breyting á því núna um áramótin. Fyrir skömmu birtist mynd á Facebook-síðu Vals þar sem Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðsins í fótbolta, og Dóra María Lárusdóttir takast í hendur. Yfirskriftin er "Þjálfari Vals handsalar nýjan þriggja ára samning við Dóru Maríu." Dóra María hefur verið í fríi frá knattspyrnuiðkun undanfarna mánuði og lék ekkert með Val á síðasta tímabili. Því hafa margir eflaust glaðst við að sjá þessar fréttir. Að sögn Ólafs er þó bara um grín að ræða en í samtali við Vísi sagði hann að enginn samningur hafi verið undirritaður í dag. Hann útilokaði þó ekki að Dóra María myndi taka skóna úr hillunni og sagði að það kæmi í ljós á næstu vikum. Ljóst er að Dóra María myndi styrkja Valsliðið til mikilla muna enda er hún ein af fremstu fótboltakonum Íslands. Dóra María vann fjölda titla með Val á sínum tíma og þá er hún næstleikjahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins. Dóra hefur alls leikið 108 landsleiki og skorað 18 mörk en hún varð yngsti leikmaðurinn í íslenskri knattspyrnusögu til að leika 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Valur hefur endað í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö tímabil en ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta tímabili. Valsmenn hafa verið liða duglegastir á félagaskiptamarkaðinum en systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rúna Sif Stefánsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir hafa allar fengið til liðs við Val í vetur. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur heldur áfram að safna liði Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 31. desember 2015 12:04 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Valsmenn eru oftar en ekki léttir í lund og það er engin breyting á því núna um áramótin. Fyrir skömmu birtist mynd á Facebook-síðu Vals þar sem Ólafur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðsins í fótbolta, og Dóra María Lárusdóttir takast í hendur. Yfirskriftin er "Þjálfari Vals handsalar nýjan þriggja ára samning við Dóru Maríu." Dóra María hefur verið í fríi frá knattspyrnuiðkun undanfarna mánuði og lék ekkert með Val á síðasta tímabili. Því hafa margir eflaust glaðst við að sjá þessar fréttir. Að sögn Ólafs er þó bara um grín að ræða en í samtali við Vísi sagði hann að enginn samningur hafi verið undirritaður í dag. Hann útilokaði þó ekki að Dóra María myndi taka skóna úr hillunni og sagði að það kæmi í ljós á næstu vikum. Ljóst er að Dóra María myndi styrkja Valsliðið til mikilla muna enda er hún ein af fremstu fótboltakonum Íslands. Dóra María vann fjölda titla með Val á sínum tíma og þá er hún næstleikjahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins. Dóra hefur alls leikið 108 landsleiki og skorað 18 mörk en hún varð yngsti leikmaðurinn í íslenskri knattspyrnusögu til að leika 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Valur hefur endað í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö tímabil en ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta tímabili. Valsmenn hafa verið liða duglegastir á félagaskiptamarkaðinum en systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rúna Sif Stefánsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir hafa allar fengið til liðs við Val í vetur.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur heldur áfram að safna liði Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 31. desember 2015 12:04 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Valur heldur áfram að safna liði Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 31. desember 2015 12:04