Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2015 15:12 Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20