Dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás gegn pari Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 15:35 Bæði maðurinn og konan voru skorin í framan með hnífi. Vísir/GVA Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur. Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur.
Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40