Gunnar Hrafn er Charlie Brown Guðrún Ansnes skrifar 22. desember 2015 10:30 Gunnar Hrafn er kannski ekki gamall en hann er með ansi fína ferilskrá. Honum munar ekki um að bregða sér í persónu Charlie Brown. Vísir/Anton Brink Gunnar Hrafn Kristjánsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni um Smáfólkið sem frumsýnd verður annan í jólum. Myndin þykir merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti er kvikmynd talsett eingöngu af krökkum, sem ekki eru fordæmi fyrir á Íslandi áður, og eru þau öll undir tólf ára. "Ég fór bara í nokkrar prufur, og svo kom í ljós að ég yrði valinn Charlie Brown,“ segir Gunnar Hrafn, alsæll með nýja hlutverkið. Segist hann ekki hafa þekkt Charlie Brown þannig séð, hann hafi jú kannast ágætlega við Snoopy, hundinn hans, áður en hann tók að sér verkið. „Hann er samt skemmtilegur karakter, alltaf niðurdreginn og svona,“ segir Gunnar Hrafn hlæjandi, og bætir við að óhætt sé að fullyrða að um sé að ræða andstæðu við hann sjálfan. „Ég er vanur að leika hressa týpu, svo það var svolítil breyting fyrir mig að tala eins og ég sé niðurdreginn,“ útskýrir hann, sem þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í þessum geira.Smáfólkið í blússandi gír, og mun það svo mæta á hvíta tjaldið 26.desember næstkomandi.Mynd/Getty „Ég hef verið að tala inn á myndir síðan ég var átta ára, þá inn á Kartöflukrílin,“ segir hann, og telur upp myndir á borð við Rio, nýjustu Tarzanmyndina, Danna tígur og Hvolpasveitina, sem hann hefur unnið að. Auk þess hefur hann sömuleiðis verið valinn Jólastjarna Björgvins, og vann þar að auki hug og hjörtu landsmanna þegar hann lék í Fólkinu í blokkinni. Skyldu menn vera farnir að finna fyrir frægðinni, rétt tólf ára gamlir? „Já, það má segja það. Ég er aðallega þekktur fyrir Fólkið í blokkinni, og það er alveg verið að stoppa mig til að fá myndatöku,“ skýrir Gunnar hógvær. „Mér finnst það bara gaman, krakkarnir í bekknum kalla mig seleb, en nú er ennþá skemmtilegra því nú er komið nýtt seleb í bekkinn minn, hann Hálfdán Helgi, sem var valinn Jólastjarnan í ár, eins og ég í fyrra,“ segir hann hæstánægður og svarar játandi þegar blaðamaður spyr hvort þeir ræði bransann sín á milli í skólanum. Gunnar Hrafn segist sannarlega hafa fundið fjölina sína þó hann sé ekki eldri en raun ber vitni. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt, ég er búinn að finna minn stað,“ segir hann að lokum, yfir sig spenntur að fá að berja myndina augum sjálfur en hingað til hefur hann aðeins séð ensku útgáfu myndarinnar. Bíó og sjónvarp Jólastjarnan Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gunnar Hrafn Kristjánsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni um Smáfólkið sem frumsýnd verður annan í jólum. Myndin þykir merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti er kvikmynd talsett eingöngu af krökkum, sem ekki eru fordæmi fyrir á Íslandi áður, og eru þau öll undir tólf ára. "Ég fór bara í nokkrar prufur, og svo kom í ljós að ég yrði valinn Charlie Brown,“ segir Gunnar Hrafn, alsæll með nýja hlutverkið. Segist hann ekki hafa þekkt Charlie Brown þannig séð, hann hafi jú kannast ágætlega við Snoopy, hundinn hans, áður en hann tók að sér verkið. „Hann er samt skemmtilegur karakter, alltaf niðurdreginn og svona,“ segir Gunnar Hrafn hlæjandi, og bætir við að óhætt sé að fullyrða að um sé að ræða andstæðu við hann sjálfan. „Ég er vanur að leika hressa týpu, svo það var svolítil breyting fyrir mig að tala eins og ég sé niðurdreginn,“ útskýrir hann, sem þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í þessum geira.Smáfólkið í blússandi gír, og mun það svo mæta á hvíta tjaldið 26.desember næstkomandi.Mynd/Getty „Ég hef verið að tala inn á myndir síðan ég var átta ára, þá inn á Kartöflukrílin,“ segir hann, og telur upp myndir á borð við Rio, nýjustu Tarzanmyndina, Danna tígur og Hvolpasveitina, sem hann hefur unnið að. Auk þess hefur hann sömuleiðis verið valinn Jólastjarna Björgvins, og vann þar að auki hug og hjörtu landsmanna þegar hann lék í Fólkinu í blokkinni. Skyldu menn vera farnir að finna fyrir frægðinni, rétt tólf ára gamlir? „Já, það má segja það. Ég er aðallega þekktur fyrir Fólkið í blokkinni, og það er alveg verið að stoppa mig til að fá myndatöku,“ skýrir Gunnar hógvær. „Mér finnst það bara gaman, krakkarnir í bekknum kalla mig seleb, en nú er ennþá skemmtilegra því nú er komið nýtt seleb í bekkinn minn, hann Hálfdán Helgi, sem var valinn Jólastjarnan í ár, eins og ég í fyrra,“ segir hann hæstánægður og svarar játandi þegar blaðamaður spyr hvort þeir ræði bransann sín á milli í skólanum. Gunnar Hrafn segist sannarlega hafa fundið fjölina sína þó hann sé ekki eldri en raun ber vitni. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt, ég er búinn að finna minn stað,“ segir hann að lokum, yfir sig spenntur að fá að berja myndina augum sjálfur en hingað til hefur hann aðeins séð ensku útgáfu myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Jólastjarnan Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira