Ekki búið fyrr en sú feita syngur Jónas Sen skrifar 23. desember 2015 12:30 Vladimir Ashkenazy fór á kostum við stjórnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vor. Visir/GVA Tónlistarárið sem er senn á enda var upp og ofan. Þar var margt prýðilegt, og sumt var frábært. En annað stóðst ekki væntingar. Uppfærsla Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla var t.d. rislítil. Jú, söngurinn var vissulega góður, en sviðsmyndin var leiðinlega banal. Nú er það svo að ópera er meira en söngur og hljóðfæraleikur. Hún er leikhús líka. Þar skiptir sjónræni þátturinn gríðarlegu máli. Augljóst var að verið var að reyna að spara sem mest og því var sýningin í heild hvorki fugl né fiskur. En Íslensku óperunni er vorkunn. Staða hennar hefur sjaldan verið tæpari. Húsaleigan í Hörpu er afar há og hún er þungur baggi. Það hefur þó sloppið fyrir horn hingað til, því óperan átti eigið fé sem hún græddi á sölunni á Gamla bíói. Í þann varasjóð hefur verið seilst til að eiga fyrir rekstrinum og leigunni. En nú er peningurinn búinn. Ef ekki tekst að snúa við dæminu þá er útlitið svart. Í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skemmstu, sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að nú væri í gangi heljarmikil rýnihópsvinna. Verið væri að kanna hvernig hægt er að laða að fleiri áheyrendur. Og það eru stórar sýningar fram undan, Don Giovanni, Evgení Ónegín og Tosca. Það er því ekki öll nótt úti enn. Eða eins og segir erlendis: Það er ekki búið fyrr en sú feita syngur. Uppsetningar á sívinsælum kassastykkjum eru skiljanlegar. Hinn almenni áheyrandi veigrar sér við að heyra nýja, tilraunakennda tónlist. Um það bera aðsóknartölur á slíka tónleika vitni aftur og aftur. Samt er oft fundið að verkefnavali Íslensku óperunnar og hún skömmuð fyrir að einbeita sér ekki nægilega að nýsköpun. En þá ber að minnast uppfærslunnar á óperu Gunnars Þórðarssonar sem sló öll aðsóknarmet. Sú ópera var vissulega ekki framúrstefnuleg, hún var í hefðbundnum, rómantískum stíl. Hún var samt ný. Ef Gunnar gat samið vinsæla óperu sem gerði allt vitlaust, þá geta kannski aðrir gert það líka.Stuart Skelton söng hlutverk Peter Grimes í vel lukkaðri uppfærslu á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Visir/VilhelmVond sýning Talandi um tilraunakennda tónlist, þá var einhver versti tónlistarviðburður ársins einmitt tilraunakennd óperusýning. Þetta var óperan Björninn eftir William Walton. Sýningin var á barnum Players og var ekki á vegum Íslensku óperunnar. Nú er ekkert að því að setja upp óperu á skrítnum stöðum, öðru nær. Það væri hægt að setja upp óperu í frystihúsi ef því er að skipta. En þá verður flutningurinn að vera almennilegur. Það var hann ekki hér. Söngurinn hefði mátt vera betri og hljómsveitin var bara píanóútsetning og píanóið hörmulegur garmur. Önnur óperusýning olli líka nokkrum vonbrigðum. Þetta var Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson við texta eftir Böðvar Guðmundsson. Hún hafði verið sýnd í konsertuppfærslu í Langholtskirkju nokkru áður og tókst alveg ljómandi vel. En núna var búið að sviðsetja hana og var það ekki eins skemmtilegt. Vandamálið var að það var ekki sögumaður eins og í konsertuppfærslunni. Þar sem ekki er alltaf auðvelt að skilja texta sem er sunginn af óperusöngvara, þá fór söguþráðurinn fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu áheyrendunum. Það var synd, því tónlistin var góð.Flottur Grimes, lélegur Messías Miklu meira var varið í konsertuppfærslu óperunnar Peter Grimes á Listahátíð í vor. Aðalsöngvarinn Stuart Skelton virtist reyndar ekki vera í formi, en flest annað var afburða gott. Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem sjálfur missti röddina á Sinfóníutónleikum nýverið, var alveg frábær þarna. Hann stal senunni aftur og aftur. Sinfóníuhljómsveit Íslands var líka mögnuð, sem og kór Íslensku óperunnar. Tónlistin var stórbrotin, full af ofsa sem var útfærð á óaðfinnanlegan hátt. Ekki var Messías eftir Händel eins skemmtilegur. Það voru tvennir tónleikar með Messíasi á árinu. Þeir voru slappir. Sérstaklega hinir fyrri, sem voru haldnir í Norðurljósum í Hörpu. Þar var á ferðinni skandinavískur barokkhópur, Camerata Øresund ásamt 12 manna kór. BARA TÓLF MANNS! Eins og við var að búast hljómaði Hallelújakórinn eins og úr ferðaútvarpi. Í þokkabót voru engir einsöngvarar. Einsöngurinn var allur í höndunum á kórfélögunum, og það var aldrei sami einsöngvarinn tvisvar. Fyrir bragðið var enginn heildarsvipur á flutningnum.Þóra Einarsdóttir átti afar gott ár á tónlistarsviðinu. Visir/GVAFínir frumflutningar Eins og gengur voru frumfluttar nokkrar tónsmíðar á árinu. Þar má nefna Messa semplice eftir John A. Speight, kórtónlist eftir Stefán Arason, kammertónsmíðar eftir Helga Rafn Ingvarsson, hljómsveitarverkið Collider eftir Daníel Bjarnason, kvartett eftir Unu Sveinbjarnardóttur, o. fl. Þetta voru mögnuð verk. Ýmislegt annað stóð upp úr á árinu. Valdimir Ashkenazy var í banastuði þegar hann stjórnaði annarri Sinfóníu Brahms. Söngkonan Þóra Einarsdóttir var dásamleg á sömu tónleikum og einnig í óratóríunni Salómon eftir Händel. Og Richard Goode spilaði Beethoven eins og engill. Því miður missti undirritaður af Daniil Trifonov í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs. Það mun hafa verið stórkostleg upplifun, enda Trifonov einn besti píanóleikari í heimi. Kammertónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music var líka ágætlega heppnuð. Vissulega var því margt gott við tónlistarlífið á Íslandi, þó sumt hafi ekki tekist vel. Hið frábæra sem stóð upp úr á árinu gerir að verkum að maður hlakkar til þess næsta. Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tónlistarárið sem er senn á enda var upp og ofan. Þar var margt prýðilegt, og sumt var frábært. En annað stóðst ekki væntingar. Uppfærsla Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla var t.d. rislítil. Jú, söngurinn var vissulega góður, en sviðsmyndin var leiðinlega banal. Nú er það svo að ópera er meira en söngur og hljóðfæraleikur. Hún er leikhús líka. Þar skiptir sjónræni þátturinn gríðarlegu máli. Augljóst var að verið var að reyna að spara sem mest og því var sýningin í heild hvorki fugl né fiskur. En Íslensku óperunni er vorkunn. Staða hennar hefur sjaldan verið tæpari. Húsaleigan í Hörpu er afar há og hún er þungur baggi. Það hefur þó sloppið fyrir horn hingað til, því óperan átti eigið fé sem hún græddi á sölunni á Gamla bíói. Í þann varasjóð hefur verið seilst til að eiga fyrir rekstrinum og leigunni. En nú er peningurinn búinn. Ef ekki tekst að snúa við dæminu þá er útlitið svart. Í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skemmstu, sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að nú væri í gangi heljarmikil rýnihópsvinna. Verið væri að kanna hvernig hægt er að laða að fleiri áheyrendur. Og það eru stórar sýningar fram undan, Don Giovanni, Evgení Ónegín og Tosca. Það er því ekki öll nótt úti enn. Eða eins og segir erlendis: Það er ekki búið fyrr en sú feita syngur. Uppsetningar á sívinsælum kassastykkjum eru skiljanlegar. Hinn almenni áheyrandi veigrar sér við að heyra nýja, tilraunakennda tónlist. Um það bera aðsóknartölur á slíka tónleika vitni aftur og aftur. Samt er oft fundið að verkefnavali Íslensku óperunnar og hún skömmuð fyrir að einbeita sér ekki nægilega að nýsköpun. En þá ber að minnast uppfærslunnar á óperu Gunnars Þórðarssonar sem sló öll aðsóknarmet. Sú ópera var vissulega ekki framúrstefnuleg, hún var í hefðbundnum, rómantískum stíl. Hún var samt ný. Ef Gunnar gat samið vinsæla óperu sem gerði allt vitlaust, þá geta kannski aðrir gert það líka.Stuart Skelton söng hlutverk Peter Grimes í vel lukkaðri uppfærslu á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Visir/VilhelmVond sýning Talandi um tilraunakennda tónlist, þá var einhver versti tónlistarviðburður ársins einmitt tilraunakennd óperusýning. Þetta var óperan Björninn eftir William Walton. Sýningin var á barnum Players og var ekki á vegum Íslensku óperunnar. Nú er ekkert að því að setja upp óperu á skrítnum stöðum, öðru nær. Það væri hægt að setja upp óperu í frystihúsi ef því er að skipta. En þá verður flutningurinn að vera almennilegur. Það var hann ekki hér. Söngurinn hefði mátt vera betri og hljómsveitin var bara píanóútsetning og píanóið hörmulegur garmur. Önnur óperusýning olli líka nokkrum vonbrigðum. Þetta var Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson við texta eftir Böðvar Guðmundsson. Hún hafði verið sýnd í konsertuppfærslu í Langholtskirkju nokkru áður og tókst alveg ljómandi vel. En núna var búið að sviðsetja hana og var það ekki eins skemmtilegt. Vandamálið var að það var ekki sögumaður eins og í konsertuppfærslunni. Þar sem ekki er alltaf auðvelt að skilja texta sem er sunginn af óperusöngvara, þá fór söguþráðurinn fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu áheyrendunum. Það var synd, því tónlistin var góð.Flottur Grimes, lélegur Messías Miklu meira var varið í konsertuppfærslu óperunnar Peter Grimes á Listahátíð í vor. Aðalsöngvarinn Stuart Skelton virtist reyndar ekki vera í formi, en flest annað var afburða gott. Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem sjálfur missti röddina á Sinfóníutónleikum nýverið, var alveg frábær þarna. Hann stal senunni aftur og aftur. Sinfóníuhljómsveit Íslands var líka mögnuð, sem og kór Íslensku óperunnar. Tónlistin var stórbrotin, full af ofsa sem var útfærð á óaðfinnanlegan hátt. Ekki var Messías eftir Händel eins skemmtilegur. Það voru tvennir tónleikar með Messíasi á árinu. Þeir voru slappir. Sérstaklega hinir fyrri, sem voru haldnir í Norðurljósum í Hörpu. Þar var á ferðinni skandinavískur barokkhópur, Camerata Øresund ásamt 12 manna kór. BARA TÓLF MANNS! Eins og við var að búast hljómaði Hallelújakórinn eins og úr ferðaútvarpi. Í þokkabót voru engir einsöngvarar. Einsöngurinn var allur í höndunum á kórfélögunum, og það var aldrei sami einsöngvarinn tvisvar. Fyrir bragðið var enginn heildarsvipur á flutningnum.Þóra Einarsdóttir átti afar gott ár á tónlistarsviðinu. Visir/GVAFínir frumflutningar Eins og gengur voru frumfluttar nokkrar tónsmíðar á árinu. Þar má nefna Messa semplice eftir John A. Speight, kórtónlist eftir Stefán Arason, kammertónsmíðar eftir Helga Rafn Ingvarsson, hljómsveitarverkið Collider eftir Daníel Bjarnason, kvartett eftir Unu Sveinbjarnardóttur, o. fl. Þetta voru mögnuð verk. Ýmislegt annað stóð upp úr á árinu. Valdimir Ashkenazy var í banastuði þegar hann stjórnaði annarri Sinfóníu Brahms. Söngkonan Þóra Einarsdóttir var dásamleg á sömu tónleikum og einnig í óratóríunni Salómon eftir Händel. Og Richard Goode spilaði Beethoven eins og engill. Því miður missti undirritaður af Daniil Trifonov í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs. Það mun hafa verið stórkostleg upplifun, enda Trifonov einn besti píanóleikari í heimi. Kammertónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music var líka ágætlega heppnuð. Vissulega var því margt gott við tónlistarlífið á Íslandi, þó sumt hafi ekki tekist vel. Hið frábæra sem stóð upp úr á árinu gerir að verkum að maður hlakkar til þess næsta. Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira