Jólamaturinn í vaskinn: „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 11:13 Dagmar ætlaði að eld hátíðarkjúkling en í pakkanum reyndist vera venjulegur kjúklingur. Vísir Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015 Jólafréttir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015
Jólafréttir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira