Tónlist

Hlustaðu á Bond-lag Radiohead fyrir Spectre

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Radiohead vinnur nú hörðum höndum að nýrri breiðskífu.
Radiohead vinnur nú hörðum höndum að nýrri breiðskífu. Vísir/Getty
Thom Yorke og félagar í hljómsveitinni Radiohead gáfu aðdáendum sínum og heiminum öllum óvænta jólagjöf á jóladagsmorgun þegar hljómsveitin afhjúpaði lag sem hún samdi fyrir Bond-myndina Spectre.

Yorke greinir frá því á Twitter að hljómsveitin, sem vinnur nú að nýrri plötu, hafi á síðasta ári verið beðin um að semja titillag nýjustu James Bond myndarinnar, Spectre, sem kom út fyrr á þessu ári.

Radiohead fór í málið og samdi lagið sem nefnist einfaldlega Spectre. Svo virðist þó sem hljómsveitin og framleiðendur myndarinnar hafi ekki alveg gengið í takt en lag Sam Smith, Writing’s on the Wall varð á endanum fyrir valinu sem titillag nýjustu Bond-myndarinnar.

Hljómsveitin er ekki alveg ókunn Bond-lögum en fræg er útgáfa Radiohead af Bond-laginu Nobody Does it Better sem Carly Simon söng í The Spy Who Loved Me.

Radiohead vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu og er búist við að hún komi út á nýju ári. Verður það níunda breiðskífa sveitarinnar en síðasta platan, The King of Limbs, kom út árið 2011.

Útgáfa Radiohead af Bond-laginu Nobody Does it Better sem Carly Simon söng í The Spy Who Loved Me.


Tengdar fréttir

Þvílík Bondbrigði

Þrátt fyrir flott og skemmtileg hasaratriði nær Spectre ekki flugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×