Erlendur ferðamaður lést eftir árekstur tveggja bíla á einbreiðri brú í Öræfasveit. Sex voru í bílunum tveimur og en aðrir farþegar eru ekki taldir í lífshættu. Hinn látni var ökumaður annars bílsins en allir sem lentu í slysinu eru erlendir ferðamenn. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang á fimmta tímanum. Í öðrum bílnum var fjögurra manna fjölskylda en í hinum tveir samferðamenn.
Slysið átti sér stað á brúnni yfir Hólá en hringvegurinn er enn lokaður vegna þessa.

