Tónlist

Shades of Reykjavik á Litla Hrauni

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Í kvöld eru haldnir jólarapptónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjöldi rappara treður upp, rappsveitin Shades of Reykjavík eru þeirra á meðal. Sveitin hefur farið víða síðustu vikur og eyddi aðfangadegi á Litla Hrauni og spiluðu þar fyrir fanga með Bubba Morthens.

„Við fengum þann heiður að fara með Bubba og spila á aðfangadag, Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Arnar Guðni.

„Já og að fá að fara í fangelsi og losna út sama dag,“ skýtur Hermann inn í.

Selja tónlist úr bílskotti

Sveitin hefur nýverið gefið út plötu og selur hana með frekar óhefðbundnum hætti.

„Við reynum að gera þetta svolítið persónulegt, við leyfum fólki að koma til okkar og kaupa plötuna upp úr skottinu á bílnum okkar sem við parkerum víðs vegar um bæinn. Við lokuðum götu á Þorláksmessu og vorum að selja upp úr skottinu og spila tónlistina okkar, það var mjög góð stemning.“

Þeirra á meðal annarra sem koma fram í Bæjarbíói er Marv Radio, breskur rappari sem hefur kennt rapp á Íslandi í desembermánuði. Rapptæknin er einföld að hans sögn en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér grunntæknina geta horft á leiðbeiningar hans í fréttinni.

Marv mun dvelja lengur hér á landi við kennslu á beatbox námskeiði sem hefur verið haldið í Bæjarbíói. Hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatboxkeppninnar UK Beatbox Championship og skyldi engan furða sem hlustar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×