Afi litla drengsins tók þátt í björgunaraðgerðum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. desember 2015 19:05 Þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar unnu þrekvirki í hættulegum sviptivindum þegar þeir komu tveggja daga gömlum dreng undir læknishendur í Reykjavík í nótt. Þegar mest var voru tíu manns um borð í þyrlunni. Afi drengsins sem er slökkviliðsstjóri í Neskaupsstað tók þátt í aðgerðunum og er feginn því að tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður að koma drengnum á sjúkrahús. Þeir Hrannar Sigurðsson flugvirki og spilmaður og Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri og þyrluflugmaður fóru á TF-Gná austur. Þyrluflugið tók um tíu klukkustundir. „Við fáum útkall á Norðfjörð um að tveggja daga gamalt barn þurfi flutning í bæinn. Flugskilyrði voru ekki hagstæð fyrir flugvél þannig að við ákváðum að leggja í för að sækja barnið. Spáin var sterk suðaustan átt og 50-60 hnútar, og lélegt skyggni, myrkur og úrkoma sem hamlar mjög skyggni. Það var mikill undirbúningur því svona ungt barn þarf sinn undirbúning í vélinni,“ segir Þórarinn Ingi.Þeir Hrannar Sigurðsson flugvirki og spilmaður og Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri og þyrluflugmaður fóru á TF-Gná austur.Vísir/Stöð 2Hrannar tekur undir með Þórarnir og segir þá þjálfun sem þeir hafa hlotið skipta sköpum. „Svo náttúrulega allur sá stuðningur sem við fáum í svona verkefni. Það er ekki nægilegt að ætla sér að fara, það þarf gríðarlega sterkt net í svona verkefni. Hjartað okkar er stjórnstöðin og gerir allt sem hún getur til þess að miðla upplýsingum til þeirra sem við erum að fara til.Eins og að gera það kleift að við getum tekið eldsneyti um miðja nótt úti á landi,“ bætir Þórarinn við. Afi drengsins, Guðmundur Helgi Sigfússon, er slökkviliðsstjóri á Neskaupsstað og tók þátt í aðgerðunum. Álagið var því meira en gengur og gerist í aðgerðum sem þessum. Hann segir góða samvinnu hafa orðið til þess að flutningurinn var mögulegur. Meðal annars var opnað um Norðfjarðargöng til þess að hægt væri að flytja drenginn til Breiðdalsvíkur þar sem þyrlan gat lent. „Þetta var pínu erfiðara og öðruvísi, en þetta er bara svona ákveðinn verkferill að koma hlutunum áfram og koma öllum á áfangastað. Þetta er mikill reynslubolti, búinn að prófa ýmislegt. Hann mun spjara sig í þessu.Þetta er mjög góð samvinna allra viðbragðsaðila sem koma að þessu máli.“ Hann segir alla fegna því þegar drengurinn komst að lokum til Reykjavíkur um hálf fjögurleytið í nótt. „Líðan hans var stöðug og þetta lítur vel út, þetta var flott aðgerð. Hún tók langan tíma en tókst vel.“ Þyrluflugið var langt og strangt en áhöfnin hafði verið að störfum á Suðurlandi þegar þeir fóru í útkall austur.Atburðarrás vegna þyrluflugs sunnudaginn 27.12. 2015:09:53 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir þyrlu til leitar að manni sem talinn er hafa fallið í Ölfusá. Vegna mikilla anna flugdeildar frá deginum og kvöldinu áður var sammælst um að kalla út áhöfn á þyrlu á hádegi.12:10 Áhöfn kölluð út vegna leitar við Ölfusá.13:40 Flugtak á TF-SYN frá Reykjavík.16:00 Beiðni um sjúkraflug í Neskaupstað kemur í gegnum Neyðarlínu i stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ófært fyrir hefðbundna sjúkraflugvél.16:00 Haft samband við TF-SYN. Beðnir að koma til Reykjavíkur og sækja sérhæfðan lækni og hjúkrunarfræðing og viðeigandi búnað vegna sjúkraflugs á Neskaupstað.16:16 Lending TF-SYN í Reykjavík. Áhöfn fer í að undirbúa sjúkraflug á TF-GNÁ.17:32 Flugtak TF-GNÁ frá Reykjavík. Vindhraði 12-15 m/s úr suð-austri og rigning. Flogið í 4000 feta hæð að Þorlákshöfn og þaðan ströndinni fylgt áleiðis til Hornafjarðar.19:35 Lending á Hornafirði. Takið eldsneyti.20:15 Flugtak Hornafirði. Haldið áleiðis úti fyrir ströndinni til Neskaupstaðar. Upplýsingar frá Neskaupstað gáfu til kynna að aðstæður væru erfiðar og óvíst með lendingarstað vegna hálku, hvassviðris og sviptivinda.20:35 Úti fyrir Hvalnesi. Vindur 20 m/s úr suðri og úrkoma.21:00 Flogið yfir Neskaupstað og flugvöllinn á Neskaupstað og athugað með mögulegan lendingarstað. Sviptivindar og allt að 35 m/s vindhraði. Ófært að lenda.21:11 Haldið út Norðfjörð og þaðan suður um. Athuga með mögulega lendingu á Stöðvarfirði. Vegna lélegs skyggnis ekki hægt að lenda á Stöðvarfirði.21:46 Lent inn í Bænum á Breiðdalsvík. Vindur stöðugur úr suð-austri. Haft samband við Neskaupstað og látið vita um að þyrlan væri lent. Athuga með hvort fært væri landleiðina til Breiðdalsvíkur. Læknir og hjúkrunarfræðingur halda til móts við sjúkling landleiðina.00:39 Flugtak frá Breiðdalsvík. Suð-austan 10-15 m/s vindur og rigning.01:14 Lending á Hornafirði. Eldsneytistaka framkvæmd án þess að slökkt væri á mótorum.01:29 Flugtak frá Hornafirði. Flogið meðfram ströndinni að Þorlákshöfn.03:00 Flug hækkað í 4000 fet við Þorlákshöfn.03:17 Lending á Reykjavíkurflugvelli. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt eftir óvenju langt og erfitt björgunarflug frá Neskaupstað, með nýbura sem varð að komast undir læknishendur á Landsspítalanum hið bráðasta. 28. desember 2015 06:55 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Sjá meira
Þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar unnu þrekvirki í hættulegum sviptivindum þegar þeir komu tveggja daga gömlum dreng undir læknishendur í Reykjavík í nótt. Þegar mest var voru tíu manns um borð í þyrlunni. Afi drengsins sem er slökkviliðsstjóri í Neskaupsstað tók þátt í aðgerðunum og er feginn því að tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður að koma drengnum á sjúkrahús. Þeir Hrannar Sigurðsson flugvirki og spilmaður og Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri og þyrluflugmaður fóru á TF-Gná austur. Þyrluflugið tók um tíu klukkustundir. „Við fáum útkall á Norðfjörð um að tveggja daga gamalt barn þurfi flutning í bæinn. Flugskilyrði voru ekki hagstæð fyrir flugvél þannig að við ákváðum að leggja í för að sækja barnið. Spáin var sterk suðaustan átt og 50-60 hnútar, og lélegt skyggni, myrkur og úrkoma sem hamlar mjög skyggni. Það var mikill undirbúningur því svona ungt barn þarf sinn undirbúning í vélinni,“ segir Þórarinn Ingi.Þeir Hrannar Sigurðsson flugvirki og spilmaður og Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri og þyrluflugmaður fóru á TF-Gná austur.Vísir/Stöð 2Hrannar tekur undir með Þórarnir og segir þá þjálfun sem þeir hafa hlotið skipta sköpum. „Svo náttúrulega allur sá stuðningur sem við fáum í svona verkefni. Það er ekki nægilegt að ætla sér að fara, það þarf gríðarlega sterkt net í svona verkefni. Hjartað okkar er stjórnstöðin og gerir allt sem hún getur til þess að miðla upplýsingum til þeirra sem við erum að fara til.Eins og að gera það kleift að við getum tekið eldsneyti um miðja nótt úti á landi,“ bætir Þórarinn við. Afi drengsins, Guðmundur Helgi Sigfússon, er slökkviliðsstjóri á Neskaupsstað og tók þátt í aðgerðunum. Álagið var því meira en gengur og gerist í aðgerðum sem þessum. Hann segir góða samvinnu hafa orðið til þess að flutningurinn var mögulegur. Meðal annars var opnað um Norðfjarðargöng til þess að hægt væri að flytja drenginn til Breiðdalsvíkur þar sem þyrlan gat lent. „Þetta var pínu erfiðara og öðruvísi, en þetta er bara svona ákveðinn verkferill að koma hlutunum áfram og koma öllum á áfangastað. Þetta er mikill reynslubolti, búinn að prófa ýmislegt. Hann mun spjara sig í þessu.Þetta er mjög góð samvinna allra viðbragðsaðila sem koma að þessu máli.“ Hann segir alla fegna því þegar drengurinn komst að lokum til Reykjavíkur um hálf fjögurleytið í nótt. „Líðan hans var stöðug og þetta lítur vel út, þetta var flott aðgerð. Hún tók langan tíma en tókst vel.“ Þyrluflugið var langt og strangt en áhöfnin hafði verið að störfum á Suðurlandi þegar þeir fóru í útkall austur.Atburðarrás vegna þyrluflugs sunnudaginn 27.12. 2015:09:53 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir þyrlu til leitar að manni sem talinn er hafa fallið í Ölfusá. Vegna mikilla anna flugdeildar frá deginum og kvöldinu áður var sammælst um að kalla út áhöfn á þyrlu á hádegi.12:10 Áhöfn kölluð út vegna leitar við Ölfusá.13:40 Flugtak á TF-SYN frá Reykjavík.16:00 Beiðni um sjúkraflug í Neskaupstað kemur í gegnum Neyðarlínu i stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ófært fyrir hefðbundna sjúkraflugvél.16:00 Haft samband við TF-SYN. Beðnir að koma til Reykjavíkur og sækja sérhæfðan lækni og hjúkrunarfræðing og viðeigandi búnað vegna sjúkraflugs á Neskaupstað.16:16 Lending TF-SYN í Reykjavík. Áhöfn fer í að undirbúa sjúkraflug á TF-GNÁ.17:32 Flugtak TF-GNÁ frá Reykjavík. Vindhraði 12-15 m/s úr suð-austri og rigning. Flogið í 4000 feta hæð að Þorlákshöfn og þaðan ströndinni fylgt áleiðis til Hornafjarðar.19:35 Lending á Hornafirði. Takið eldsneyti.20:15 Flugtak Hornafirði. Haldið áleiðis úti fyrir ströndinni til Neskaupstaðar. Upplýsingar frá Neskaupstað gáfu til kynna að aðstæður væru erfiðar og óvíst með lendingarstað vegna hálku, hvassviðris og sviptivinda.20:35 Úti fyrir Hvalnesi. Vindur 20 m/s úr suðri og úrkoma.21:00 Flogið yfir Neskaupstað og flugvöllinn á Neskaupstað og athugað með mögulegan lendingarstað. Sviptivindar og allt að 35 m/s vindhraði. Ófært að lenda.21:11 Haldið út Norðfjörð og þaðan suður um. Athuga með mögulega lendingu á Stöðvarfirði. Vegna lélegs skyggnis ekki hægt að lenda á Stöðvarfirði.21:46 Lent inn í Bænum á Breiðdalsvík. Vindur stöðugur úr suð-austri. Haft samband við Neskaupstað og látið vita um að þyrlan væri lent. Athuga með hvort fært væri landleiðina til Breiðdalsvíkur. Læknir og hjúkrunarfræðingur halda til móts við sjúkling landleiðina.00:39 Flugtak frá Breiðdalsvík. Suð-austan 10-15 m/s vindur og rigning.01:14 Lending á Hornafirði. Eldsneytistaka framkvæmd án þess að slökkt væri á mótorum.01:29 Flugtak frá Hornafirði. Flogið meðfram ströndinni að Þorlákshöfn.03:00 Flug hækkað í 4000 fet við Þorlákshöfn.03:17 Lending á Reykjavíkurflugvelli.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt eftir óvenju langt og erfitt björgunarflug frá Neskaupstað, með nýbura sem varð að komast undir læknishendur á Landsspítalanum hið bráðasta. 28. desember 2015 06:55 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Sjá meira
Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt eftir óvenju langt og erfitt björgunarflug frá Neskaupstað, með nýbura sem varð að komast undir læknishendur á Landsspítalanum hið bráðasta. 28. desember 2015 06:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent