Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun