Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun