Sala á tónleika Timberlake hófst klukkan 10:30 fimmtudaginn 6. mars og korteri síðan voru allir miðar uppseldir. Góður rómur var gerður að tónleikum Timberlake en þeir voru sendir út í beinni útsendingu á netinu.
16 þúsund miðar voru í boði á tónleika JT og gera má ráð fyrir því að miðafjöldi í boði verði sá sami enda Kórinn jafnstór og hann var árið 2014.

Miðasala á tónleika Justin Bieber hefst 19. desember klukkan 10 á Tix.is. Meðlimir í aðdáendaklúbbi Justin Bieber fá að kaupa miða tveimur dögum fyrr þann 17. desember klukkan 16. Íslenskar forsölur fara fram 18. desember en nánari upplýsingar verða veittar á morgun. Ekkert kemur fram um miðaverð.
Miðaverð á tónleika Timberlake skiptist í þrennt. 14.990 kr, 19.990 kr og 24.990 kr. Þá fengu íbúar í nágrenni Kórsins 20 prósenta afslátt á tónleikana vegna óhjákvæmilegrar truflunar sem þeir myndu finna fyrir á tónleikadag vegna umferðar í hverfinu.
Meðlimir í aðdáendaklúbbi Timberlake höfðu möguleika á að kaupa miða í forsölu tveimur dögum fyrir almenna sölu. Seldust þeir miðar sem þar voru í boði upp á um tuttugu mínútum. Þá stóðu styrktaraðilar tónleikanna, Vodafone og WOW, fyrir forsölu daginn fyrr og seldust þeir miðar sömuleiðis upp á augabragði.