Báðar albönsku fjölskyldurnar sem voru sendar úr landi í nótt höfðu ákveðið að una við ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á hæli og höfðu dregið til baka kærur sínar til kærunefndar útlendingamála.
Sjá einnig: Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni
„Fjölskyldurnar óskuðu í kjölfarið eftir flutningi til heimalands,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.
Útlendingastofnun segir að alls hafi 27 einstaklingar verið fluttir af landi brott í morgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Þar af hafi verið fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu.
Sjá einnig: Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu
Stofnunin bendir á að til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd og eiga rétt á hæli þurfi fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu.
„Efnahagslegar aðstæður fela ekki í sér aðsteðjandi hættu, um það eru alþjóðasáttmálar og lög skýr. Því geta slíkar aðstæður ekki verið grundvöllur verndar,“ segir í tilkynningunni.
Stofnunin segir engu að síður að hvert mál sé skoðað.
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar
Tengdar fréttir

„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“
Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt.

Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu
Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld.

Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar
Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu.