Kristinn og Kayla gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 17:10 Kristinn Jónsson og Kayla Grimsley. Vísir/Vilhelm Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira