Heimsókn á Litla-Hraun: Lífið bak við rimlana Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 12. desember 2015 08:00 Margrét Frímannsdóttir skrifar persónuleg jólakort til allra starfsmanna fangelsisins, sem eru tæplega sjötíu þegar mest lætur. Vísir/Anton Brink Lífið á bak við rimlana er fábrotið, en erfitt. Blaðamenn heimsóttu Litla-Hraun og fylgdust með degi í lífi Margrétar Frímannsdóttur, Indu Hrannar og Jóns Þór ráðgjafa. Ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. Eldsnemma á ísköldum og dimmum vetrarmorgni hefst ferð okkar á Litla-Hraun. Það er niðamyrkur þegar við setjumst í aftursætið á fólksbíl fangelsisstjórans, Margrétar Frímannsdóttur. Fram í situr annar tveggja meðferðarfulltrúa á Litla-Hrauni, Inda Hrönn Björnsdóttir, sem við munum fylgja í vinnuna í dag. Þær stöllur fara yfirleitt samferða í vinnuna, enda tekur ferðalagið fram og til baka dágóðan tíma dag hvern. Á leiðinni spjalla þær um verkefni dagsins. „Það er jólahlaðborð á Sogni á morgun og ég lofaði að kaupa meira jólaskraut,“ segir Margrét við Indu sem hefur áhyggjur af einum fanganum sem hefur verið langt niðri undanfarið. „Hann er voðalega aumur,“ segir Margrét og Inda tekur undir. „Við þurfum að halda dálítið vel utan um hann núna.“Snýst um að vera manneskjulegurÞað vekur athygli blaðamanna hvað þær þekkja fangana vel. „Þetta snýst allt um að vera manneskjulegur. Við erum öll fólk,“ segir Margrét. Inda er sama sinnis. Litla-Hraun er öryggisfangelsi þar sem hættulegustu fangar landsins dvelja. Margrét og Inda segja þá flesta sitja inni fyrir afbrot sem tengjast neyslu á einhvern hátt. Þeim er greinilega annt um fangana. Margrét segir okkur til dæmis að þau reyni að sanka að sér hlutum sem fangar geti gefið börnum sínum í jólagjöf.Inda og Jón Þór fylgdu blaðamönnum um Litla-Hraun.Vísir/Anton BrinkInda sér um meðferðarganginn á Litla-Hrauni ásamt Jóni Þór Kvaran en þar dvelja ellefu fangar hverju sinni. Inni í miðju öryggisfangelsi þar sem meirihluti fanga glímir við áfengis- og vímuefndavanda getur verið erfitt að halda sér á beinu brautinni. Eflaust spyrja margir sig hvernig fangar ná sér í vímuefni inni í fangelsunum. „Þetta kemur yfirleitt innvortis með heimsóknargestum,“ segir Inda. Þrátt fyrir að leitað sé á gestum sem koma, hlutir sem þeir koma með inn á staðinn skannaðir og fíkniefnahundur á staðnum þá fara þeir frumlegar leiðir til að koma fíkniefnum inn í fangelsið. Til að mynda finnur hundur ekki lykt af læknadópi og því er það vinsælt í fangelsinu. „Við erum og munum alltaf verða einu skrefi á eftir í því að reyna að sporna við þessu.“Í varðstofunni er fylgst með föngunum allan sólarhringinn.Vísir/Anton BrinkEnginn kemur að sækja sumaEftir miklar umræður um stöðu fangelsismála á Íslandi rennum við í hlað á Litla-Hrauni þar sem öryggishliðið er opnað fyrir fangelsisstjóranum. Fram hjá okkur gengur ungur drengur, með eigur sínar í plastpokum, sem hann hefur stillt upp á stóra kerru. Inda kastar á hann kveðju og hann veifar. „Þessi er að klára,“ segir hún við okkur um leið og ungi fanginn drífur sig út úr fangelsinu, augljóslega frelsinu feginn. „Suma fanga kemur enginn að sækja þegar þeir fara frá okkur. Þeir fara út átta um morguninn, þá verða þeir að fara út fyrir hliðið og stundum er enginn að bíða eftir þeim. En þessi á gott bakland.“ Þegar inn í fangelsisálmuna er komið sitja þar fangaverðir ásamt Jóni Þór sem starfar á meðferðargangi með Indu. Inni á varðstofu eru skjáir þar sem fylgst er með föngum allan sólarhringinn. Fáir eru á sveimi snemma morguns enda flestir að vakna og að útbúa sér morgunmat.Lesa upp stjörnuspána Leið okkar liggur upp á aðra hæð inn á 2A, meðferðarganginn. Þar eru ellefu klefar og jafn margir fangar. Meðferðargangurinn hefur verið starfandi undanfarin nokkur ár og hefur eftirspurn eftir að fá að afplána þar aukist mjög á undanförnum árum. „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem vilja komast að. Viðhorfið gagnvart edrúmennsku innan fangelsisins hefur breyst rosalega á síðustu árum og það er orðið miklu eftirsóknarverðara en áður að vera edrú,“ segir Inda áður en við göngum inn. „Margrét barðist fyrir því með kjafti og klóm að við fengjum að halda þessum meðferðargangi úti.Við göngum beint inn í eldhús þar sem nokkrir menn sitja við eldhúsborðið og fá sér morgunmat. Hafragraut og Cheerios. Einhverjir dunda sér í eldhúsinu og þeir sem sváfu lengst eru enn að koma sér fram úr. Fangarnir eiga að vera komnir fram klukkan 8.20. Flestir fara til vinnu eða skóla innan fangelsisins. Klefunum er svo lokað klukkan 10 á kvöldin. Dagblöðin eru komin á borðin og einn fanganna les upp stjörnuspá dagsins. „Við byrjum alltaf á stjörnuspánni,“ segir Inda. „Þú ert á leiðinni í ferðalag,“ les hann upp úr stjörnuspá fyrir einn fangann og uppsker hlátrasköll samfanganna. „Hvert á að skella sér,“ segir annar. „Ætli þú strjúkir ekki í dag,“ segir Inda kímin og uppsker hlátur strákanna, sem virðast þekkja Indu vel orðið. Einn fanganna hreytir einhverju í annan og Inda spyr hvað ami að. „Ekki neitt,“ svarar hann. Inda tekur hann með sér afsíðis. Á borðinu liggur listi yfir ýmsar kjötafurðir. „Við erum að ákveða hvað við ætlum að hafa í jólamatinn,“ segir einn fanganna. Þeir fá tíu þúsund krónum úthlutað á fimmtudögum. Sú upphæð á að duga þeim fyrir matarinnkaupum, hreinlætis- og öðrum nauðsynjavörum. Inda snýr aftur með fangann sem hún tók afsíðis áður. Honum virðist hafa legið eitthvað á hjarta, en er öllu hressari eftir samtalið. Hún sest aftur niður.Sjá sjálfir um innkaup„Inni á þessum gangi eru þeir með matarklúbb. Þeir setja peninginn í púkk og kaupa inn saman,“ segir hún en innkaupin fara fram í Rimlakjörum, versluninni á Litla-Hrauni. „Tíu þúsund kall dugar auðvitað skammt en þeir fá meiri pening ef þeir eru í vinnu eða skóla. Þeir fá ekki laun en svokallaða þóknun sem eru rúmlega 300 krónur á tímann. Það er ekki mikill peningur heldur ¬ en fyrir daga eins og jólin þá safna þeir gjarnan, leggja til hliðar og geyma til jóla. Þá er hægt að kaupa inn betri mat fyrir jólin og gjafir handa börnunum þeirra.“ Inda stendur upp, gengur á milli herbergja og merkir hjá sér hvort allir séu vaknaðir, búnir að búa um og það sé snyrtilegt í herberginu. „Hér standa sig allir vel,“ segir hún og merkir samviskusamlega við. „Það er ekki auðvelt að vera með meðferð í miðju öryggisfangelsi,“ segir hún. „Það er svolítið eins og að reyna að verða edrú á flöskuborði á Austur.Mikill fíknivandiÞau Inda og Jón Þór segja fíkniefnavanda fanga mikinn. „Ég hugsa það séu svona 85 prósent fanga sem eiga við einhvern fíknivanda að stríða,“ segir Jón Þór. „Flestir þeirra dóma sem hér er verið að afplána eru neyslutengdir. Framdir þegar viðkomandi er í neyslu eða til þess að fjármagna neysluna.“ Starf Indu og Jóns Þórs felur í sér að veita föngum sem vilja vera edrú stuðning. Í starfi sínu kynnast þau föngum með mismunandi bakgrunn sem hafa framið misalvarleg afbrot. Margir eiga það sameiginlegt að hafa ungir villst af braut og ekki fundið sig innan skólakerfisins. „Það er skóli hérna á Litla-Hrauni sem margir innrita sig í. Margrét hefur staðið sig frábærlega og lagt mikla áherslu á skólann,“ segir Inda. Sumir standa það illa að þeir hafi aldrei lært að lesa.Listaverk eftir einn fanganna, búið til úr viðarafgöngum.Vísir/Anton BrinkÞau nefna sem dæmi fanga sem fyrir nokkrum árum treysti þeim fyrir því að hann væri hreinlega ólæs, þá rúmlega þrítugur. Inda lýsir því þegar Margrét heyrði af því, safnaði styrkjum og fékk kennara í fangelsið til þess að kenna fanganum að lesa. „Þá gáfu tveir aðrir sig fram, sem voru líka illa læsir. Þetta breytti miklu fyrir þessa stráka. Þið getið ímyndað ykkur hvað þetta skipti miklu máli. Sá sem reið á vaðið fór síðan í skóla og ég man hann fékk 8,5 í íslenskuáfanga sem hann tók,“ segir Inda. Blaðamaður spyr hvort hann hafi ekki lokið afplánun þegar þar kom við sögu. „Jú, en þeir hringja stundum í mann þegar þeir eru komnir út. Láta mann vita hvernig gengur og svona.“ Þeim Indu og Jóni Þór þykir augljóslega vænt um skjólstæðinga sína, og hafa miklar mætur á yfirmanni sínum, Margréti, sem brátt kveður Litla-Hraun eftir átta ár í starfi.Heimsóknin á Litla-Hraun var afar áhugaverð og upplýsandi.Vísir/Anton BrinkFangarnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir, þótt margir eigi það sameiginlegt að koma frá brotnum heimilum. Þau segja ekki hægt að taka starfið með sér heim. Auðvitað taki það oft á, þau kynnist föngunum misvel og sumum tengist þau mikið. „Við förum í handleiðslu einu sinni í mánuði þar sem við tölum um hluti sem eru erfiðir.“ „Ég veit yfirleitt ekki fyrir hvað menn sem koma til mín eru dæmdir nema þeir segi mér frá því sjálfir. Ég fletti ekki upp dómum og fylgist ekki með fréttum af glæpum,“ segir Inda. „Það er ekki nema það sé það mikið fjallað um það að það fari ekki fram hjá manni. Enda á það ekki að skipta nokkru máli.“Verða að hafa traust fanganna Þegar Jón Þór hóf vinnu sína við meðferðarganginn neitaði hann að klæðast hefðbundnum fangavarðabúningi eins og áður hafði tíðkast. „Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki fangaverðir, að við séum ekki í einhverri valdastöðu. Þeir þurfa að vita að þeir geti treyst okkur. Um leið og maður er kominn í einhvern einkennisbúning eins og átti að hafa okkur í þá er það farið. Þeir líta á fangaverði sem einhvers konar yfirvald, lögreglu. Það er öðruvísi samband sem myndast hjá okkur sem erum borgaralega klædd við fangana,“ segir Jón Þór og bætir við að mörgum þeirra sé hreinlega illa við hvers konar yfirvald. Í því hlutverki séu þau Inda ekki. Þau ganga þó um með neyðarhnappa. Ef ýtt er á hnappinn hlaupa allir fangaverðir og aðrir frá sínum störfum, nema einn á hverri varðstofu, og takast á við hættulegar aðstæður sem kunna að koma upp. „Það eru engar alvarlegar uppákomur sem verða,“ segir Inda og bætir við að hún hafi aldrei þurft að ýta á hnappinn á sínum ferli á Litla-Hrauni. Ferð okkar um fangelsið heldur áfram. Víða má sjá ummerki um að jólin séu á næsta leiti og við mætum hópi sem er á leið í Rimlakjör til þess að ganga frá innkaupalista fyrir jólin. Víða eru menn að hengja upp jólaskraut og annað, til þess að lífga upp á annars sumpart dapurleg húsakynni. Það er prófatíð í skólanum á Litla-Hrauni eins og í öðrum skólum. Það er eitthvað fallegt við að sjá andlit sem blaðamenn þekkja einungis úr fréttaflutningi af alvarlegum ofbeldisglæpum vera að þreyta próf. Það skyldi þó aldrei vera að það myndi breyta einhverju fyrir þessa menn.Missa þóknun Við fáum að líta inn í þvottahús, þar sem nokkrir fangar spila á spil og bíða eftir að þvottavélin klári, svo þeir geti hengt upp þvottinn. „Á ekkert að bjóða okkur upp á kaffi, strákar?“ segir Inda, áður en förinni er haldið áfram. Við skoðum vinnuaðstæður fanganna, en þeir fást við ýmislegt, svo sem trésmíðar, járnsmíði og að rífa niður brotajárn. Þeir þrífa vegastikur og bóna bíla. Í ljósi tíðræddrar undirmönnunar í fangelsinu eru verkstjórar þó stundum kallaðir á vaktir sem fangaverðir ¬ þá er vinnustöðunum lokað á meðan. „Þá missa fangarnir þóknun sína og hafa þar af leiðandi minna á milli handanna til að borða, kaupa gjafir handa börnunum sínum og svo framvegis. Þetta hefur allt keðjuverkandi áhrif.“Annarrar kynslóðar fangar Viðtöl þeirra Indu og Jóns Þórs við fangana fara fram í litlu herbergi sem er á hæðinni fyrir neðan heimsóknarganginn. Fangar geta sótt um að fá heimsóknir alla daga nema mánudaga og fimmtudaga. Flestir geta fengið tvær til þrjár heimsóknir á viku séu þær samþykktar en mjög strangar reglur gilda um heimsóknirnar. Fjórðungur fanga fær aldrei heimsókn. „Það er starfsmaður sem sér algjörlega um það að fara yfir umsóknir um heimsóknir. Hún kannar tengsl milli fangans og þess sem ætlar að koma. Þeir sem hafa dóm á bakinu eða mál inni í kerfinu fá ekki að koma. Talið er að þau vímuefni sem koma inn í fangelsið komi með heimsóknargestum. Nokkur heimsóknarherbergi eru í herbergjum sem áður voru fangaklefar auk þess sem eitt fjölskylduherbergi er á staðnum. „Við höfum verið með og erum með fanga sem hafa orðið til hérna á Litla-Hrauni,“ segir Jón Þór. „Svona annarrar kynslóðar fanga.“ Það er einmitt í þessum herbergjum á heimsóknarganginum sem talið er líklegast að fíkniefni komist í hendur fanga. Fíkniefnum er smyglað inn með ýmsum hætti. Þau segja að þó að allt sé reynt til að koma í veg fyrir að slíkar sendingar berist á Hraunið, þá sé það ómögulegt að eiga við. „Þeir eru alltaf skrefi á undan. Það finnst til dæmis ekki lykt af læknadópi. Þess vegna hefur verið vinsælt að koma með slíkt hingað inn.“Annars konar hagkerfi Almennt segja Inda og Jón Þór að stemningin í fangelsinu sé misjöfn; eftir göngum, hverjir sitja inni, magni fíkniefna inni í fangelsinu og þar fram eftir götunum. „Það er auðvitað þannig að hér myndast ákveðin stemning. Menn eiga alla jafna engan pening, en svo eru aðrir sem kannski eiga eitthvað. Það er alveg sérstakt hagkerfi hérna inni, þar sem eru alls konar gjaldmiðlar, eins og sígarettur og ýmis efni.“ Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri hefur sagt starfi sínu lausu og það er ljóst að margir innan fangelsisins kvíða því að hún hætti, starfsfólkið og ekki síður fangarnir sem eru augljóslega hrifnir af henni. „Þarna fer manneskjulegasti fangelsisstjórinn. Það hefur auðvitað sína kosti og galla. Við vonum að sá sem tekur við hafi sömu áherslu á betrun. Vonandi fær það sem hún hefur gert að halda sér,“ segir Jón Þór sem er þó vongóður um að svo verði. „Þetta hefur allt sannað sig,“ segir hann og vísar þá helst til meðferðargangsins og skólamála. „Fyrir marga er menntunin mjög mikil betrun. Margir eru að uppgötva í fyrsta sinn að þeir geti lært. Aðrir eru að verða edrú hérna inni. Að vinna í sjálfum sér. Svo eru sumir sem vilja enga hjálp.“ Það er mikil ásókn í að komast á meðferðarganginn. „Við erum með góðan gang núna og það gengur vel. En þetta breytist hratt. Þeir sem koma til okkar fara svo oft eftir ákveðinn tíma í opið úrræði eða á aðra deild. Meðaltími vistarinnar á þessum gangi eru um sjö mánuðir.“Vilja verða edrú Á göngu okkar um fangelsið nálgast tveir strákar Indu og vilja verða edrú. „Ég er tilbúinn núna, Inda,“ segir annar ungu fanganna. Inda horfir á hann, brosir og segir honum að sækja um með formlegum hætti, á appelsínugula forminu. „Það er alltaf pláss fyrir góða menn,“ segir hún, hughreystandi. Honum er augsýnilega létt. Fyrsta skrefið stigið. Hjúkrunarfræðingur hefur aðstöðu í húsinu og kemur um það bil fjórum sinnum í viku en fangar geta síðan óskað eftir annars konar læknisaðstoð. Sálfræðingur kemur um einu sinni í viku í fangelsið en ítrekað hefur verið auglýst eftir geðlækni. Enginn sækir um. „Það vill enginn geðlæknir vinna hérna,“ segir Jón Þór. Það kemur blaðamönnum hálfspánskt fyrir sjónir, enda þótt umhverfið sé ef til vill ekki líflegt hefur einföld vettvangsrannsókn leitt í ljós að starfsaldur fangavarða er hár og stemningin þeirra á milli er góð. „Já, það eru margir sem hafa enst lengi,“ segir Inda og bætir við: „Það er erfitt að fara af Litla-Hrauni.“Ekkert sem tekur viðEn það er ekki bara starfsfólkið sem á erfitt með að yfirgefa fangelsið, því endurkomutíðni fanga er mikil. Margir eiga erfitt með að slíta sig úr heimi afbrota og neyslu. Jón Þór og Inda segja engin geimvísindi liggja að baki þeim veruleika. „Það er ekkert sem tekur við þegar þeir koma út. Við erum alltaf að horfa á eftir föngum sem standa sig vel, eru komnir á góðan stað en þegar út er komið tekur ekkert við. Það er ekkert utanumhald. Það er erfitt að fá vinnu. Það eru ekki margir sem vilja ráða menn með dóm á bakinu. Síðan er staðan á leigumarkaði eins og hún er. Það er erfitt fyrir mann með sakaskrá að verða sér úti um íbúð. Það vantar sárlega eitthvað sem tekur við eftir að afplánun lýkur,“ segir Inda og tekur fram að ef betur væri að því staðið myndi það eflaust spara mikið fyrir samfélagið. Fækka glæpum og endurkomum. „Það er það sem er brýnast að taka á.“ Það er aftur orðið dimmt og dagurinn að enda á Litla-Hrauni. Fangarnir eru búnir í vinnu og skóla í dag og flestir farnir aftur inn á gang þar sem sums staðar er farið að huga að kvöldmatnum. Við setjumst aftur upp í bíl fangelsisstjórans og keyrum aftur í gegnum öryggishliðið í áttina að bænum. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Sjá meira
Lífið á bak við rimlana er fábrotið, en erfitt. Blaðamenn heimsóttu Litla-Hraun og fylgdust með degi í lífi Margrétar Frímannsdóttur, Indu Hrannar og Jóns Þór ráðgjafa. Ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. Eldsnemma á ísköldum og dimmum vetrarmorgni hefst ferð okkar á Litla-Hraun. Það er niðamyrkur þegar við setjumst í aftursætið á fólksbíl fangelsisstjórans, Margrétar Frímannsdóttur. Fram í situr annar tveggja meðferðarfulltrúa á Litla-Hrauni, Inda Hrönn Björnsdóttir, sem við munum fylgja í vinnuna í dag. Þær stöllur fara yfirleitt samferða í vinnuna, enda tekur ferðalagið fram og til baka dágóðan tíma dag hvern. Á leiðinni spjalla þær um verkefni dagsins. „Það er jólahlaðborð á Sogni á morgun og ég lofaði að kaupa meira jólaskraut,“ segir Margrét við Indu sem hefur áhyggjur af einum fanganum sem hefur verið langt niðri undanfarið. „Hann er voðalega aumur,“ segir Margrét og Inda tekur undir. „Við þurfum að halda dálítið vel utan um hann núna.“Snýst um að vera manneskjulegurÞað vekur athygli blaðamanna hvað þær þekkja fangana vel. „Þetta snýst allt um að vera manneskjulegur. Við erum öll fólk,“ segir Margrét. Inda er sama sinnis. Litla-Hraun er öryggisfangelsi þar sem hættulegustu fangar landsins dvelja. Margrét og Inda segja þá flesta sitja inni fyrir afbrot sem tengjast neyslu á einhvern hátt. Þeim er greinilega annt um fangana. Margrét segir okkur til dæmis að þau reyni að sanka að sér hlutum sem fangar geti gefið börnum sínum í jólagjöf.Inda og Jón Þór fylgdu blaðamönnum um Litla-Hraun.Vísir/Anton BrinkInda sér um meðferðarganginn á Litla-Hrauni ásamt Jóni Þór Kvaran en þar dvelja ellefu fangar hverju sinni. Inni í miðju öryggisfangelsi þar sem meirihluti fanga glímir við áfengis- og vímuefndavanda getur verið erfitt að halda sér á beinu brautinni. Eflaust spyrja margir sig hvernig fangar ná sér í vímuefni inni í fangelsunum. „Þetta kemur yfirleitt innvortis með heimsóknargestum,“ segir Inda. Þrátt fyrir að leitað sé á gestum sem koma, hlutir sem þeir koma með inn á staðinn skannaðir og fíkniefnahundur á staðnum þá fara þeir frumlegar leiðir til að koma fíkniefnum inn í fangelsið. Til að mynda finnur hundur ekki lykt af læknadópi og því er það vinsælt í fangelsinu. „Við erum og munum alltaf verða einu skrefi á eftir í því að reyna að sporna við þessu.“Í varðstofunni er fylgst með föngunum allan sólarhringinn.Vísir/Anton BrinkEnginn kemur að sækja sumaEftir miklar umræður um stöðu fangelsismála á Íslandi rennum við í hlað á Litla-Hrauni þar sem öryggishliðið er opnað fyrir fangelsisstjóranum. Fram hjá okkur gengur ungur drengur, með eigur sínar í plastpokum, sem hann hefur stillt upp á stóra kerru. Inda kastar á hann kveðju og hann veifar. „Þessi er að klára,“ segir hún við okkur um leið og ungi fanginn drífur sig út úr fangelsinu, augljóslega frelsinu feginn. „Suma fanga kemur enginn að sækja þegar þeir fara frá okkur. Þeir fara út átta um morguninn, þá verða þeir að fara út fyrir hliðið og stundum er enginn að bíða eftir þeim. En þessi á gott bakland.“ Þegar inn í fangelsisálmuna er komið sitja þar fangaverðir ásamt Jóni Þór sem starfar á meðferðargangi með Indu. Inni á varðstofu eru skjáir þar sem fylgst er með föngum allan sólarhringinn. Fáir eru á sveimi snemma morguns enda flestir að vakna og að útbúa sér morgunmat.Lesa upp stjörnuspána Leið okkar liggur upp á aðra hæð inn á 2A, meðferðarganginn. Þar eru ellefu klefar og jafn margir fangar. Meðferðargangurinn hefur verið starfandi undanfarin nokkur ár og hefur eftirspurn eftir að fá að afplána þar aukist mjög á undanförnum árum. „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem vilja komast að. Viðhorfið gagnvart edrúmennsku innan fangelsisins hefur breyst rosalega á síðustu árum og það er orðið miklu eftirsóknarverðara en áður að vera edrú,“ segir Inda áður en við göngum inn. „Margrét barðist fyrir því með kjafti og klóm að við fengjum að halda þessum meðferðargangi úti.Við göngum beint inn í eldhús þar sem nokkrir menn sitja við eldhúsborðið og fá sér morgunmat. Hafragraut og Cheerios. Einhverjir dunda sér í eldhúsinu og þeir sem sváfu lengst eru enn að koma sér fram úr. Fangarnir eiga að vera komnir fram klukkan 8.20. Flestir fara til vinnu eða skóla innan fangelsisins. Klefunum er svo lokað klukkan 10 á kvöldin. Dagblöðin eru komin á borðin og einn fanganna les upp stjörnuspá dagsins. „Við byrjum alltaf á stjörnuspánni,“ segir Inda. „Þú ert á leiðinni í ferðalag,“ les hann upp úr stjörnuspá fyrir einn fangann og uppsker hlátrasköll samfanganna. „Hvert á að skella sér,“ segir annar. „Ætli þú strjúkir ekki í dag,“ segir Inda kímin og uppsker hlátur strákanna, sem virðast þekkja Indu vel orðið. Einn fanganna hreytir einhverju í annan og Inda spyr hvað ami að. „Ekki neitt,“ svarar hann. Inda tekur hann með sér afsíðis. Á borðinu liggur listi yfir ýmsar kjötafurðir. „Við erum að ákveða hvað við ætlum að hafa í jólamatinn,“ segir einn fanganna. Þeir fá tíu þúsund krónum úthlutað á fimmtudögum. Sú upphæð á að duga þeim fyrir matarinnkaupum, hreinlætis- og öðrum nauðsynjavörum. Inda snýr aftur með fangann sem hún tók afsíðis áður. Honum virðist hafa legið eitthvað á hjarta, en er öllu hressari eftir samtalið. Hún sest aftur niður.Sjá sjálfir um innkaup„Inni á þessum gangi eru þeir með matarklúbb. Þeir setja peninginn í púkk og kaupa inn saman,“ segir hún en innkaupin fara fram í Rimlakjörum, versluninni á Litla-Hrauni. „Tíu þúsund kall dugar auðvitað skammt en þeir fá meiri pening ef þeir eru í vinnu eða skóla. Þeir fá ekki laun en svokallaða þóknun sem eru rúmlega 300 krónur á tímann. Það er ekki mikill peningur heldur ¬ en fyrir daga eins og jólin þá safna þeir gjarnan, leggja til hliðar og geyma til jóla. Þá er hægt að kaupa inn betri mat fyrir jólin og gjafir handa börnunum þeirra.“ Inda stendur upp, gengur á milli herbergja og merkir hjá sér hvort allir séu vaknaðir, búnir að búa um og það sé snyrtilegt í herberginu. „Hér standa sig allir vel,“ segir hún og merkir samviskusamlega við. „Það er ekki auðvelt að vera með meðferð í miðju öryggisfangelsi,“ segir hún. „Það er svolítið eins og að reyna að verða edrú á flöskuborði á Austur.Mikill fíknivandiÞau Inda og Jón Þór segja fíkniefnavanda fanga mikinn. „Ég hugsa það séu svona 85 prósent fanga sem eiga við einhvern fíknivanda að stríða,“ segir Jón Þór. „Flestir þeirra dóma sem hér er verið að afplána eru neyslutengdir. Framdir þegar viðkomandi er í neyslu eða til þess að fjármagna neysluna.“ Starf Indu og Jóns Þórs felur í sér að veita föngum sem vilja vera edrú stuðning. Í starfi sínu kynnast þau föngum með mismunandi bakgrunn sem hafa framið misalvarleg afbrot. Margir eiga það sameiginlegt að hafa ungir villst af braut og ekki fundið sig innan skólakerfisins. „Það er skóli hérna á Litla-Hrauni sem margir innrita sig í. Margrét hefur staðið sig frábærlega og lagt mikla áherslu á skólann,“ segir Inda. Sumir standa það illa að þeir hafi aldrei lært að lesa.Listaverk eftir einn fanganna, búið til úr viðarafgöngum.Vísir/Anton BrinkÞau nefna sem dæmi fanga sem fyrir nokkrum árum treysti þeim fyrir því að hann væri hreinlega ólæs, þá rúmlega þrítugur. Inda lýsir því þegar Margrét heyrði af því, safnaði styrkjum og fékk kennara í fangelsið til þess að kenna fanganum að lesa. „Þá gáfu tveir aðrir sig fram, sem voru líka illa læsir. Þetta breytti miklu fyrir þessa stráka. Þið getið ímyndað ykkur hvað þetta skipti miklu máli. Sá sem reið á vaðið fór síðan í skóla og ég man hann fékk 8,5 í íslenskuáfanga sem hann tók,“ segir Inda. Blaðamaður spyr hvort hann hafi ekki lokið afplánun þegar þar kom við sögu. „Jú, en þeir hringja stundum í mann þegar þeir eru komnir út. Láta mann vita hvernig gengur og svona.“ Þeim Indu og Jóni Þór þykir augljóslega vænt um skjólstæðinga sína, og hafa miklar mætur á yfirmanni sínum, Margréti, sem brátt kveður Litla-Hraun eftir átta ár í starfi.Heimsóknin á Litla-Hraun var afar áhugaverð og upplýsandi.Vísir/Anton BrinkFangarnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir, þótt margir eigi það sameiginlegt að koma frá brotnum heimilum. Þau segja ekki hægt að taka starfið með sér heim. Auðvitað taki það oft á, þau kynnist föngunum misvel og sumum tengist þau mikið. „Við förum í handleiðslu einu sinni í mánuði þar sem við tölum um hluti sem eru erfiðir.“ „Ég veit yfirleitt ekki fyrir hvað menn sem koma til mín eru dæmdir nema þeir segi mér frá því sjálfir. Ég fletti ekki upp dómum og fylgist ekki með fréttum af glæpum,“ segir Inda. „Það er ekki nema það sé það mikið fjallað um það að það fari ekki fram hjá manni. Enda á það ekki að skipta nokkru máli.“Verða að hafa traust fanganna Þegar Jón Þór hóf vinnu sína við meðferðarganginn neitaði hann að klæðast hefðbundnum fangavarðabúningi eins og áður hafði tíðkast. „Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki fangaverðir, að við séum ekki í einhverri valdastöðu. Þeir þurfa að vita að þeir geti treyst okkur. Um leið og maður er kominn í einhvern einkennisbúning eins og átti að hafa okkur í þá er það farið. Þeir líta á fangaverði sem einhvers konar yfirvald, lögreglu. Það er öðruvísi samband sem myndast hjá okkur sem erum borgaralega klædd við fangana,“ segir Jón Þór og bætir við að mörgum þeirra sé hreinlega illa við hvers konar yfirvald. Í því hlutverki séu þau Inda ekki. Þau ganga þó um með neyðarhnappa. Ef ýtt er á hnappinn hlaupa allir fangaverðir og aðrir frá sínum störfum, nema einn á hverri varðstofu, og takast á við hættulegar aðstæður sem kunna að koma upp. „Það eru engar alvarlegar uppákomur sem verða,“ segir Inda og bætir við að hún hafi aldrei þurft að ýta á hnappinn á sínum ferli á Litla-Hrauni. Ferð okkar um fangelsið heldur áfram. Víða má sjá ummerki um að jólin séu á næsta leiti og við mætum hópi sem er á leið í Rimlakjör til þess að ganga frá innkaupalista fyrir jólin. Víða eru menn að hengja upp jólaskraut og annað, til þess að lífga upp á annars sumpart dapurleg húsakynni. Það er prófatíð í skólanum á Litla-Hrauni eins og í öðrum skólum. Það er eitthvað fallegt við að sjá andlit sem blaðamenn þekkja einungis úr fréttaflutningi af alvarlegum ofbeldisglæpum vera að þreyta próf. Það skyldi þó aldrei vera að það myndi breyta einhverju fyrir þessa menn.Missa þóknun Við fáum að líta inn í þvottahús, þar sem nokkrir fangar spila á spil og bíða eftir að þvottavélin klári, svo þeir geti hengt upp þvottinn. „Á ekkert að bjóða okkur upp á kaffi, strákar?“ segir Inda, áður en förinni er haldið áfram. Við skoðum vinnuaðstæður fanganna, en þeir fást við ýmislegt, svo sem trésmíðar, járnsmíði og að rífa niður brotajárn. Þeir þrífa vegastikur og bóna bíla. Í ljósi tíðræddrar undirmönnunar í fangelsinu eru verkstjórar þó stundum kallaðir á vaktir sem fangaverðir ¬ þá er vinnustöðunum lokað á meðan. „Þá missa fangarnir þóknun sína og hafa þar af leiðandi minna á milli handanna til að borða, kaupa gjafir handa börnunum sínum og svo framvegis. Þetta hefur allt keðjuverkandi áhrif.“Annarrar kynslóðar fangar Viðtöl þeirra Indu og Jóns Þórs við fangana fara fram í litlu herbergi sem er á hæðinni fyrir neðan heimsóknarganginn. Fangar geta sótt um að fá heimsóknir alla daga nema mánudaga og fimmtudaga. Flestir geta fengið tvær til þrjár heimsóknir á viku séu þær samþykktar en mjög strangar reglur gilda um heimsóknirnar. Fjórðungur fanga fær aldrei heimsókn. „Það er starfsmaður sem sér algjörlega um það að fara yfir umsóknir um heimsóknir. Hún kannar tengsl milli fangans og þess sem ætlar að koma. Þeir sem hafa dóm á bakinu eða mál inni í kerfinu fá ekki að koma. Talið er að þau vímuefni sem koma inn í fangelsið komi með heimsóknargestum. Nokkur heimsóknarherbergi eru í herbergjum sem áður voru fangaklefar auk þess sem eitt fjölskylduherbergi er á staðnum. „Við höfum verið með og erum með fanga sem hafa orðið til hérna á Litla-Hrauni,“ segir Jón Þór. „Svona annarrar kynslóðar fanga.“ Það er einmitt í þessum herbergjum á heimsóknarganginum sem talið er líklegast að fíkniefni komist í hendur fanga. Fíkniefnum er smyglað inn með ýmsum hætti. Þau segja að þó að allt sé reynt til að koma í veg fyrir að slíkar sendingar berist á Hraunið, þá sé það ómögulegt að eiga við. „Þeir eru alltaf skrefi á undan. Það finnst til dæmis ekki lykt af læknadópi. Þess vegna hefur verið vinsælt að koma með slíkt hingað inn.“Annars konar hagkerfi Almennt segja Inda og Jón Þór að stemningin í fangelsinu sé misjöfn; eftir göngum, hverjir sitja inni, magni fíkniefna inni í fangelsinu og þar fram eftir götunum. „Það er auðvitað þannig að hér myndast ákveðin stemning. Menn eiga alla jafna engan pening, en svo eru aðrir sem kannski eiga eitthvað. Það er alveg sérstakt hagkerfi hérna inni, þar sem eru alls konar gjaldmiðlar, eins og sígarettur og ýmis efni.“ Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri hefur sagt starfi sínu lausu og það er ljóst að margir innan fangelsisins kvíða því að hún hætti, starfsfólkið og ekki síður fangarnir sem eru augljóslega hrifnir af henni. „Þarna fer manneskjulegasti fangelsisstjórinn. Það hefur auðvitað sína kosti og galla. Við vonum að sá sem tekur við hafi sömu áherslu á betrun. Vonandi fær það sem hún hefur gert að halda sér,“ segir Jón Þór sem er þó vongóður um að svo verði. „Þetta hefur allt sannað sig,“ segir hann og vísar þá helst til meðferðargangsins og skólamála. „Fyrir marga er menntunin mjög mikil betrun. Margir eru að uppgötva í fyrsta sinn að þeir geti lært. Aðrir eru að verða edrú hérna inni. Að vinna í sjálfum sér. Svo eru sumir sem vilja enga hjálp.“ Það er mikil ásókn í að komast á meðferðarganginn. „Við erum með góðan gang núna og það gengur vel. En þetta breytist hratt. Þeir sem koma til okkar fara svo oft eftir ákveðinn tíma í opið úrræði eða á aðra deild. Meðaltími vistarinnar á þessum gangi eru um sjö mánuðir.“Vilja verða edrú Á göngu okkar um fangelsið nálgast tveir strákar Indu og vilja verða edrú. „Ég er tilbúinn núna, Inda,“ segir annar ungu fanganna. Inda horfir á hann, brosir og segir honum að sækja um með formlegum hætti, á appelsínugula forminu. „Það er alltaf pláss fyrir góða menn,“ segir hún, hughreystandi. Honum er augsýnilega létt. Fyrsta skrefið stigið. Hjúkrunarfræðingur hefur aðstöðu í húsinu og kemur um það bil fjórum sinnum í viku en fangar geta síðan óskað eftir annars konar læknisaðstoð. Sálfræðingur kemur um einu sinni í viku í fangelsið en ítrekað hefur verið auglýst eftir geðlækni. Enginn sækir um. „Það vill enginn geðlæknir vinna hérna,“ segir Jón Þór. Það kemur blaðamönnum hálfspánskt fyrir sjónir, enda þótt umhverfið sé ef til vill ekki líflegt hefur einföld vettvangsrannsókn leitt í ljós að starfsaldur fangavarða er hár og stemningin þeirra á milli er góð. „Já, það eru margir sem hafa enst lengi,“ segir Inda og bætir við: „Það er erfitt að fara af Litla-Hrauni.“Ekkert sem tekur viðEn það er ekki bara starfsfólkið sem á erfitt með að yfirgefa fangelsið, því endurkomutíðni fanga er mikil. Margir eiga erfitt með að slíta sig úr heimi afbrota og neyslu. Jón Þór og Inda segja engin geimvísindi liggja að baki þeim veruleika. „Það er ekkert sem tekur við þegar þeir koma út. Við erum alltaf að horfa á eftir föngum sem standa sig vel, eru komnir á góðan stað en þegar út er komið tekur ekkert við. Það er ekkert utanumhald. Það er erfitt að fá vinnu. Það eru ekki margir sem vilja ráða menn með dóm á bakinu. Síðan er staðan á leigumarkaði eins og hún er. Það er erfitt fyrir mann með sakaskrá að verða sér úti um íbúð. Það vantar sárlega eitthvað sem tekur við eftir að afplánun lýkur,“ segir Inda og tekur fram að ef betur væri að því staðið myndi það eflaust spara mikið fyrir samfélagið. Fækka glæpum og endurkomum. „Það er það sem er brýnast að taka á.“ Það er aftur orðið dimmt og dagurinn að enda á Litla-Hrauni. Fangarnir eru búnir í vinnu og skóla í dag og flestir farnir aftur inn á gang þar sem sums staðar er farið að huga að kvöldmatnum. Við setjumst aftur upp í bíl fangelsisstjórans og keyrum aftur í gegnum öryggishliðið í áttina að bænum.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent