Heimir á sér enga óskamótherja | EM-drátturinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 09:00 Þjálfarateymi íslenska liðsins. Vísir/Getty Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49
Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15
Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00
Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30