Haukar aftur á sigurbraut | Fimmta tap Stjörnunnar í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2015 18:45 Helena fór fyrir Haukakonum í leiknum gegn Grindavík. vísir/anton Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira