Haukar aftur á sigurbraut | Fimmta tap Stjörnunnar í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2015 18:45 Helena fór fyrir Haukakonum í leiknum gegn Grindavík. vísir/anton Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira