Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. desember 2015 19:13 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00