Björn Pálsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur.
Björn, sem er 29 ára gamall miðjumaður, hefur verið í herbúðum Víkings frá 2011 en hann hefur leikið alla 88 deildarleiki Ólsara undanfarin fjögur tímabil.
Björn skoraði þrjú mörk í 22 leikjum í sumar þegar Víkingur vann 1. deildina á sannfærandi hátt. Ólsarar leika því í Pepsi-deildinni á næsta ári, í annað sinn í sögu félagsins.
Björn lék áður með Sindra á Hornafirði og Stjörnunni í Garðabæ.
