Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Bjarki Ármannsson skrifar 13. desember 2015 22:15 Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu. Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00