Konfekt og kristin trú Ívar Halldórsson skrifar 14. desember 2015 15:21 „Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun