Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið áður hafa veitt flóttamönnum liðsinni við að koma sér fyrir á landinu. „Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður. Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður.
Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira