„Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 15:35 Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. Vísir/Aðsend „Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði