Tímaritið The Banker útnefndi Arion banka þann besta, tímaritið Euromoney verðlaunaði Íslandsbanka þriðja árið í röð og og Landsbankinn var sá besti, bæði í fyrra og hitt í fyrra, að mati Global Finance Magazine.
Rétt er að taka fram að íslensku bankarnir sóttu sjálfir um að taka þátt til að eiga möguleika á að hljóta útnefningu en eðli málsins samkvæmt koma ekki margir bankar til greina. Aðeins þeir sem sækjast að fyrra bragði eftir verðlaununum.

„Bankar á Íslandi starfa á fákeppnismarkaði þar sem allir bjóða það sama og enginn hvati er hjá viðskiptavinum til að skipta um banka. Þetta ástand er algjörlega óviðunandi og óásættanlegt,“ sagði Elín og vísað til nýlegrar könnunar um traust landsmanna til íslensku bankanna.
Niðurstöðurnar voru þær að rúmlega 70 prósent treysta íslenskum bönkunum frekar lítið eða mjög lítið.
„Allir eru sigurvegarar nema viðskiptavinirnir en það er kannski bara aukaatriði.“