Varasamt að hreykja sér Orri Vigfússon skrifar 17. desember 2015 07:00 Raforkustefna Íslendinga hefur hingað til miðast við að lágmarka neikvæð áhrif af stíflum og öðrum raforkumannvirkjum. Kappkostað hefur verið að virkja eins ofarlega í ánum og mögulegt er, helst í jökulám á borð við Þjórsá, Blöndu og Jökulsá á Dal, og takmarka þannig áhrif á gönguleiðir fiska. Eigi áfram að framleiða græna og endurnýjanlega orku á Íslandi þarf að fara varlega og ganga ekki of nærri óspilltri náttúru, sem er okkar verðmætasta auðlind. Á loftslagsráðstefnunni í París komu fram nýjar upplýsingar um þann skaða sem vatnsaflsstíflur valda á lífríkinu. Þar bar hæst tjón á fiskstofnum vegna búsvæðamissis, rennslisbreytinga og setefnisflutninga. Sagt var frá því að rennslisbreytingar af manna völdum hafi haft mun alvarlegri áhrif en áður var talið. Í París var því lögð höfuðáhersla á að lífríkið yrði undantekningalaust kannað í þaula og umhverfisáhrif metin áður en verkfræðingar fengju að hlutast til um mannvirkjagerð í straumvötnum. Þótt okkur finnist að bærilega hafi til tekist í raforkumálum Íslendinga til þessa er vafasamt að hreykja sér um of af árangrinum og leggja til að slakað verði á umhverfiskröfum á næstu árum og áratugum. Mikilvægara er að huga betur að þeim vísbendingum sem komið hafa fram að undanförnu um að hin varkára stefna fyrri áratuga gagnvart lífríkinu hafi jafnvel ekki dugað til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Mögulega hefur stíflun jökulfljóta til dæmis spillt lífríki sjávar og þar með hrygningarstöðvum nytjafiska sem njóta góðs af framburði fljótanna – sem nú safnast fyrir í uppistöðulónum. Þau rök eru léttvæg að við mengum aðeins minna en mestu umhverfissóðar heimsins, sem verma botnsætin þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Okkur ber engin siðferðisleg skylda til að setjast sjálf í botnsætið til þess eins að losa aðra við að sitja þar. Höfuðmarkmið okkar í umhverfismálum á Íslandi á að vera að vernda náttúruna. Þar vegur þyngst að ganga ekki á sjálfbæra fiskstofna, stilla orkuframleiðslu í hóf eftir þörfum þjóðarinnar og hugsa í því tilliti til komandi kynslóða með því að standa vörð um græna og umhverfisvæna ímynd landsins. Aðeins þannig getum við orðið öðrum góð fyrirmynd um þá ábyrgu afstöðu í loftslagsmálum sem heimsbyggðin kallar nú eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkustefna Íslendinga hefur hingað til miðast við að lágmarka neikvæð áhrif af stíflum og öðrum raforkumannvirkjum. Kappkostað hefur verið að virkja eins ofarlega í ánum og mögulegt er, helst í jökulám á borð við Þjórsá, Blöndu og Jökulsá á Dal, og takmarka þannig áhrif á gönguleiðir fiska. Eigi áfram að framleiða græna og endurnýjanlega orku á Íslandi þarf að fara varlega og ganga ekki of nærri óspilltri náttúru, sem er okkar verðmætasta auðlind. Á loftslagsráðstefnunni í París komu fram nýjar upplýsingar um þann skaða sem vatnsaflsstíflur valda á lífríkinu. Þar bar hæst tjón á fiskstofnum vegna búsvæðamissis, rennslisbreytinga og setefnisflutninga. Sagt var frá því að rennslisbreytingar af manna völdum hafi haft mun alvarlegri áhrif en áður var talið. Í París var því lögð höfuðáhersla á að lífríkið yrði undantekningalaust kannað í þaula og umhverfisáhrif metin áður en verkfræðingar fengju að hlutast til um mannvirkjagerð í straumvötnum. Þótt okkur finnist að bærilega hafi til tekist í raforkumálum Íslendinga til þessa er vafasamt að hreykja sér um of af árangrinum og leggja til að slakað verði á umhverfiskröfum á næstu árum og áratugum. Mikilvægara er að huga betur að þeim vísbendingum sem komið hafa fram að undanförnu um að hin varkára stefna fyrri áratuga gagnvart lífríkinu hafi jafnvel ekki dugað til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Mögulega hefur stíflun jökulfljóta til dæmis spillt lífríki sjávar og þar með hrygningarstöðvum nytjafiska sem njóta góðs af framburði fljótanna – sem nú safnast fyrir í uppistöðulónum. Þau rök eru léttvæg að við mengum aðeins minna en mestu umhverfissóðar heimsins, sem verma botnsætin þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Okkur ber engin siðferðisleg skylda til að setjast sjálf í botnsætið til þess eins að losa aðra við að sitja þar. Höfuðmarkmið okkar í umhverfismálum á Íslandi á að vera að vernda náttúruna. Þar vegur þyngst að ganga ekki á sjálfbæra fiskstofna, stilla orkuframleiðslu í hóf eftir þörfum þjóðarinnar og hugsa í því tilliti til komandi kynslóða með því að standa vörð um græna og umhverfisvæna ímynd landsins. Aðeins þannig getum við orðið öðrum góð fyrirmynd um þá ábyrgu afstöðu í loftslagsmálum sem heimsbyggðin kallar nú eftir.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar