Kjóladagatalið 2015 Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. desember 2015 11:00 Hulda segir það bæði áskorun og skemmtun að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“ Jólafréttir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“
Jólafréttir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira