Vann sem sjálfboðaliði í bókabúð í Danmörku Magnús skrifar 17. desember 2015 12:15 Auður Jónsdóttir við Miklubrautina þar sem Stóri skjálfti hefst. Visir/GVA Besta íslenska skáldsagan að mati bóksala í ár er Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Í Stóra skjálfta segir frá ungri konu sem rankar við sér eftir stórt flogakast við Miklubrautina og sonur hennar er á bak og burt. Við taka erfiðir dagar minnisleysis í tættri veröld þar sem unga konan berst við að púsla lífinu saman. Þegar náðist í Auði var hún óneitanlega í smá áfalli eftir að hafa ruglast á dagsetningum fyrir jólaball í leikskóla sonar síns en verðlaunin voru henni þó að sönnu gleðitíðindi. „Ég? Vá, en gaman, í alvöru ég klökkna bara,“ segir Auður og undrun og gleði leynir sér ekki. „Ég er nefnilega gamall bóksali sjálf. Vann í bókabúðum eiginlega frá því að ég var krakki og þar til ég fór að gefa út sjálf. Ég á mikið af minningum úr bókabúðinni enda er afskaplega gaman að vinna í bókabúð. Það er í alvörunni með því skemmtilegra sem ég hef gert. Í Danmörku fékk ég meira að segja einu sinni að vinna í bókabúð sem sjálfboðaliði því mér finnst það svo gaman.“ Stóri skjálfti hefur fengið ákaflega góðar viðtökur og sumir hafa velt því fyrir sér hvort Auður sé þarna að skrifa um sitt eigið líf en hún segir það nú ekki vera tilfellið. „Þetta er ekki mitt líf í orðsins fyllstu merkingu en ég nota það sem ég þekki eins og til að mynda flogaveikina eins og henni er lýst þarna. Þannig er það að maður notar eitthvað úr lífinu sem gerir skáldskapinn trúverðugan.“ Nú lætur ungur sonur Auðar heyra hraustlega í sér og hún segir frá því að hún hafi klikkað á jólaballinu. „Ég er satt best að segja alveg að farast úr samviskubiti svo þessi góðu tíðindi eru nú aðeins til þess að létta mér lífið. Málið er að börn og mæður er það sem fyllir mann samviskubiti og Stóri skjálfti er nú dáldið mikið um það svo ætli mitt eigið líf sé ekki þarna meira en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Besta íslenska skáldsagan að mati bóksala í ár er Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Í Stóra skjálfta segir frá ungri konu sem rankar við sér eftir stórt flogakast við Miklubrautina og sonur hennar er á bak og burt. Við taka erfiðir dagar minnisleysis í tættri veröld þar sem unga konan berst við að púsla lífinu saman. Þegar náðist í Auði var hún óneitanlega í smá áfalli eftir að hafa ruglast á dagsetningum fyrir jólaball í leikskóla sonar síns en verðlaunin voru henni þó að sönnu gleðitíðindi. „Ég? Vá, en gaman, í alvöru ég klökkna bara,“ segir Auður og undrun og gleði leynir sér ekki. „Ég er nefnilega gamall bóksali sjálf. Vann í bókabúðum eiginlega frá því að ég var krakki og þar til ég fór að gefa út sjálf. Ég á mikið af minningum úr bókabúðinni enda er afskaplega gaman að vinna í bókabúð. Það er í alvörunni með því skemmtilegra sem ég hef gert. Í Danmörku fékk ég meira að segja einu sinni að vinna í bókabúð sem sjálfboðaliði því mér finnst það svo gaman.“ Stóri skjálfti hefur fengið ákaflega góðar viðtökur og sumir hafa velt því fyrir sér hvort Auður sé þarna að skrifa um sitt eigið líf en hún segir það nú ekki vera tilfellið. „Þetta er ekki mitt líf í orðsins fyllstu merkingu en ég nota það sem ég þekki eins og til að mynda flogaveikina eins og henni er lýst þarna. Þannig er það að maður notar eitthvað úr lífinu sem gerir skáldskapinn trúverðugan.“ Nú lætur ungur sonur Auðar heyra hraustlega í sér og hún segir frá því að hún hafi klikkað á jólaballinu. „Ég er satt best að segja alveg að farast úr samviskubiti svo þessi góðu tíðindi eru nú aðeins til þess að létta mér lífið. Málið er að börn og mæður er það sem fyllir mann samviskubiti og Stóri skjálfti er nú dáldið mikið um það svo ætli mitt eigið líf sé ekki þarna meira en ég hafði gert mér grein fyrir.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira