Hinn 16 ára gamli Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu þegar Stjarnan rúllaði yfir KR, 7-2, í úrslitaleik Bose-bikarsins í Egilshöll í kvöld.
Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst í 3-0 með mörkum Arnars Más Björgvinssonar, Þorra Geirs Rúnarssonar og Harðar Árnasonar.
Gary Martin minnkaði muninn í 3-2 fyrir KR en Kári Pétursson kom Stjörnunni svo tveimur mörkum yfir.
Þá var komið að þætti Kristófer Inga sem skoraði þrjú síðustu mörk Stjörnunnar. Lokatölur 7-2, Stjörnunni í vil.
Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður mótsins í leikslok.
Stjarnan Bose-meistari eftir stórsigur á KR | 16 ára Stjörnumaður með þrennu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
