Svar við pistli Jakobs Inga Jakobsson Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 18. desember 2015 12:00 Sæll Jakob Ingi Ég hef ákveðið að setjast niður og svara pistli þínum sem birtist á Vísir.is fimmtudaginn 17. Desember. Að öllum líkindum er ég ekki sú eina sem svara þér, og vona jafnframt að við séum fleiri sem svörum þér. Það getur vel verið að fóstureyðingar séu feminískar og það er að mínu mati ekki neikvætt enda er þetta fullkomlega réttur konunnar. Hvers vegna? Því skal ég svara, bæði út frá eigin reynslu sem kona og líka út frá staðreyndum. Fyrst vil ég nefna að fóstur er fóstur, en ekki barn. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975 þá er fóstureyðing læknisaðgerð og fóstureyðing er aðeins leyfð áður en fóstur verður lífvænlegt. Í sömu lögum er mælst til þess að fóstureyðingar séu gerðar fyrir 12. viku, flestar eru gerðar á þeim tíma. Leyfðar eru fóstureyðingar seinna á meðgöngu ef um mjög sérstök tilfelli er að ræða sem eru rökstudd af skýrum og greinilegum læknisfræðilegum ástæðum. Það er aldrei auðveld eða léttvæg ákvörðun kvenna að fara í fóstureyðingu. Þetta er tilfinningarússíbani og engin kona þyrfti að fara í gegnum þessa reynslu en þær eiga samt að hafa val til þess. Vegna þess að við búum í frjálslyndu lýðræðissamfélagi og eigum að fá val. Fjöldi landa heimila fóstureyðingar á meðan enn eru lönd sem gefa konum ekki þetta frelsi. Helstu ástæðurnar fyrir því að fóstureyðingar eru leyfðar er meðal annars til þess að vernda líkamlega heilsu konunnar, til þess að vernda andlega heilsu konunnar, sökum fjárhagslegrar og/eða félagslegrar stöðu (United Nations, 2013). Í þeim löndum þar sem fóstureyðingar eru ekki leyfðar tíðkast þær samt sem áður (Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, Inga María Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir, 2003) í aðstæðum sem eru ekki viðunandi og jafnvel hættulegar. Og jafnvel enn minni líkur á að karlmaðurinn sé upplýstur þá. Þegar þú talar um ábyrgðina á kynlífinu, þar eru líka tvær hliðar á peningnum, karlmaðurinn ber líka ábyrgð á að gang úr skugga um að getnaðarvörnin sé að virka. Þú þarft ekki, eða annar karlmaður að lána líkama þinn í níu mánuði með öllu því sem þar fylgir. Þá kemur þetta persónulega, það er ekki „bara“ að vera óléttur og eignast barn. Það tekur á líkamann að ganga með barn, í líkamanum verða miklar breytingar. Hormónarússíbaninn fer á fullt, margar konur upplifa vanlíðan á meðan á meðgöngunni stendur, bæði andlega og líkamlega. Það á ekki að neyða neina konu til þess að ganga í gegnum meðgöngu því það er ekki sjálfgefið að öllum konum finnist þetta frábært. Auðvitað ætti réttur karlmannsins að vera meiri, jafnrétti fer í báðar áttir. En væri ekki nær þá að skoða sterkari réttarstöðu karlmannsins þegar fóstrið er orðið að barni? Það er ekki karlmannsins að setja líkama konunnar í gíslingu ef hún er ekki tilbúin til þess. Ég hef gengið með þrjú börn, ég elska öll þessi þrjú börn mín. Meðgöngurnar hafa verið mjög erfiðar, andlega hliðin vinnur ekki vel með þessu hormónaflæði sem fer um líkamann. Í hvert skipti sem ég vissi að ég væri ólétt þá kveið mig fyrir næstu mánuðum. Ég átti ekki við líkamleg heilsufarsvandamál að stríða á meðgöngunum en andlega hliðin mín er greinilega ekki gert til þess að ganga með barn. Allar meðgöngurnar voru þaul ræddar, skipulagðar og undirbúnar. Hefði ég orðið ólétt án undirbúnings, án stuðnings eða án aðstoðar, þá er ég ekki viss hvort ég hefði getað farið í gegnum þær vitandi hvernig meðganga fer með mig. En ég get svo sem ekki svarað fyrir það núna. Ég virði konur eins og Jóhönnu Ýr Jónsdóttir sem gekk í gegnum meðgönguna og gaf barnið sitt til ættleiðingar, hún er greinilega sterk sál. Ég hugsa það sé ekkert auðveldara að fara í gegnum það ferli frekar en að fara í fóstureyðingu. En það var hennar val, hún fékk tækifæri til þess að setjast niður og taka upplýsta ákvörðun fyrir sig og í þessu tilfelli fyrir barnið. konur verða fá að hafa valið. Ég hef fylgt vinkonum mínum í gegnum þetta ferli, engin af þeim gerði það af léttúð eða ánægju. Þær fóru allar á fund hjá félagsráðgjafa. Gáfu sér góðan tíma til þess að taka ákvörðunina vegna þess að ákvörðunin fylgir þeim alla ævi. Mér finnst þetta vera í höndum konunnar að upplýsa karlmanninn um aðstæðurnar eða ákvörðunina og mér finnst það sjálfsagt að hann fái að vera með en hann hefur ekki rétt á að neyða hana til að ganga með barn sem hún er ekki andlega, líkamlega eða félagslega tilbúin til. Ég vil að konur hafi alltaf rétt á því að ráða yfir eigin líkama, hvort sem það eigi að vera einkamál eða ekki þá er það þeim í sjálf val sett að ákveða það. Eins og þú segir, það er ekki karlinn sem þarf að ganga í gegnum þessar 42 +/- vikur og öllu sem því fylgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Karólína Helga Símonardóttir Tengdar fréttir Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Jakob Ingi Ég hef ákveðið að setjast niður og svara pistli þínum sem birtist á Vísir.is fimmtudaginn 17. Desember. Að öllum líkindum er ég ekki sú eina sem svara þér, og vona jafnframt að við séum fleiri sem svörum þér. Það getur vel verið að fóstureyðingar séu feminískar og það er að mínu mati ekki neikvætt enda er þetta fullkomlega réttur konunnar. Hvers vegna? Því skal ég svara, bæði út frá eigin reynslu sem kona og líka út frá staðreyndum. Fyrst vil ég nefna að fóstur er fóstur, en ekki barn. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975 þá er fóstureyðing læknisaðgerð og fóstureyðing er aðeins leyfð áður en fóstur verður lífvænlegt. Í sömu lögum er mælst til þess að fóstureyðingar séu gerðar fyrir 12. viku, flestar eru gerðar á þeim tíma. Leyfðar eru fóstureyðingar seinna á meðgöngu ef um mjög sérstök tilfelli er að ræða sem eru rökstudd af skýrum og greinilegum læknisfræðilegum ástæðum. Það er aldrei auðveld eða léttvæg ákvörðun kvenna að fara í fóstureyðingu. Þetta er tilfinningarússíbani og engin kona þyrfti að fara í gegnum þessa reynslu en þær eiga samt að hafa val til þess. Vegna þess að við búum í frjálslyndu lýðræðissamfélagi og eigum að fá val. Fjöldi landa heimila fóstureyðingar á meðan enn eru lönd sem gefa konum ekki þetta frelsi. Helstu ástæðurnar fyrir því að fóstureyðingar eru leyfðar er meðal annars til þess að vernda líkamlega heilsu konunnar, til þess að vernda andlega heilsu konunnar, sökum fjárhagslegrar og/eða félagslegrar stöðu (United Nations, 2013). Í þeim löndum þar sem fóstureyðingar eru ekki leyfðar tíðkast þær samt sem áður (Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, Inga María Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir, 2003) í aðstæðum sem eru ekki viðunandi og jafnvel hættulegar. Og jafnvel enn minni líkur á að karlmaðurinn sé upplýstur þá. Þegar þú talar um ábyrgðina á kynlífinu, þar eru líka tvær hliðar á peningnum, karlmaðurinn ber líka ábyrgð á að gang úr skugga um að getnaðarvörnin sé að virka. Þú þarft ekki, eða annar karlmaður að lána líkama þinn í níu mánuði með öllu því sem þar fylgir. Þá kemur þetta persónulega, það er ekki „bara“ að vera óléttur og eignast barn. Það tekur á líkamann að ganga með barn, í líkamanum verða miklar breytingar. Hormónarússíbaninn fer á fullt, margar konur upplifa vanlíðan á meðan á meðgöngunni stendur, bæði andlega og líkamlega. Það á ekki að neyða neina konu til þess að ganga í gegnum meðgöngu því það er ekki sjálfgefið að öllum konum finnist þetta frábært. Auðvitað ætti réttur karlmannsins að vera meiri, jafnrétti fer í báðar áttir. En væri ekki nær þá að skoða sterkari réttarstöðu karlmannsins þegar fóstrið er orðið að barni? Það er ekki karlmannsins að setja líkama konunnar í gíslingu ef hún er ekki tilbúin til þess. Ég hef gengið með þrjú börn, ég elska öll þessi þrjú börn mín. Meðgöngurnar hafa verið mjög erfiðar, andlega hliðin vinnur ekki vel með þessu hormónaflæði sem fer um líkamann. Í hvert skipti sem ég vissi að ég væri ólétt þá kveið mig fyrir næstu mánuðum. Ég átti ekki við líkamleg heilsufarsvandamál að stríða á meðgöngunum en andlega hliðin mín er greinilega ekki gert til þess að ganga með barn. Allar meðgöngurnar voru þaul ræddar, skipulagðar og undirbúnar. Hefði ég orðið ólétt án undirbúnings, án stuðnings eða án aðstoðar, þá er ég ekki viss hvort ég hefði getað farið í gegnum þær vitandi hvernig meðganga fer með mig. En ég get svo sem ekki svarað fyrir það núna. Ég virði konur eins og Jóhönnu Ýr Jónsdóttir sem gekk í gegnum meðgönguna og gaf barnið sitt til ættleiðingar, hún er greinilega sterk sál. Ég hugsa það sé ekkert auðveldara að fara í gegnum það ferli frekar en að fara í fóstureyðingu. En það var hennar val, hún fékk tækifæri til þess að setjast niður og taka upplýsta ákvörðun fyrir sig og í þessu tilfelli fyrir barnið. konur verða fá að hafa valið. Ég hef fylgt vinkonum mínum í gegnum þetta ferli, engin af þeim gerði það af léttúð eða ánægju. Þær fóru allar á fund hjá félagsráðgjafa. Gáfu sér góðan tíma til þess að taka ákvörðunina vegna þess að ákvörðunin fylgir þeim alla ævi. Mér finnst þetta vera í höndum konunnar að upplýsa karlmanninn um aðstæðurnar eða ákvörðunina og mér finnst það sjálfsagt að hann fái að vera með en hann hefur ekki rétt á að neyða hana til að ganga með barn sem hún er ekki andlega, líkamlega eða félagslega tilbúin til. Ég vil að konur hafi alltaf rétt á því að ráða yfir eigin líkama, hvort sem það eigi að vera einkamál eða ekki þá er það þeim í sjálf val sett að ákveða það. Eins og þú segir, það er ekki karlinn sem þarf að ganga í gegnum þessar 42 +/- vikur og öllu sem því fylgir.
Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! 17. desember 2015 07:00
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun