Framtíð íslenskrar tungu - tungan í útrýmingarhættu á stafrænni öld Tryggvi Gíslason skrifar 19. desember 2015 07:00 Á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerð var af fremstu máltæknisérfræðingum Evrópu og bendir til þess að flest Evrópumál, þar á meðal íslenska, eigi á hættu stafrænan dauða og séu í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Hvítbókaröð META-NET, sem er kallað evrópsk öndvegisnet (a Network of Excellence). Er rannsóknin unnin af meira en 200 sérfræðingum á 60 rannsóknarsetrum í 34 löndum, þ.á.m. Íslandi. (http://www.meta-net.eu/whitepapers). Sérfræðingarnir lögðu mat á stöðu máltækni fyrir 30 af um 80 tungumálum Evrópu á fjórum mismunandi sviðum: vélþýðingum, talsamskiptum, textagreiningu og aðgengi að mállegum gagnasöfnum. Sérfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu að stafrænn stuðningur við 21 af þessum 30 tungumálum væri lítill sem enginn á að minnsta kosti einu af þessum sviðum. Nokkur tungumál, m.a. íslenska, fá lægsta einkum á öllum sviðunum fjórum og lenti íslenska í næstneðsta sæti tungumálanna 30. Aðeins maltneska er talin standa verr að vígi og enska ein taldist hafa „góðan stuðning“.Grundvöllur rannsóknarinnar Ekki er ljóst við hvað átt er með „stafrænni öld“, hvort orðin merkja einfaldlega einhvern tíma í framtíðinni eða á þessari öld - öld stafrænna samskipta. Merking þessara orða skiptir ekki öllu máli heldur hugsunin og aðferðin sem býr að baki rannsókninni, skilningur á hlutverki og stöðu tungumála svo og tilgangurinn með því að fullyrða, „að flest Evrópumál, þar a´ meðal íslenska, eigi a´ hættu stafrænan dauða“ án þess að gerður sé nokkur fyrirvari annar en sá, að stafrænn stuðningur við tungumálin verði aukinn að mun.Hlutverk tungumála Tungumál er mikilsverðasta tjáningartækni mannlegs samfélags í öllum sínum margbreytilegu myndum. Með tungumálinu tjáum við skapandi hugsun okkar og tilfinningar, afstöðu og viðhorf og komum skilaboðum á framfæri í óteljandi myndum. Bandaríski félagsfræðingurinn John Naisbitt gaf árið 1994 út bók sem hann nefndi Global Paradox, og ræðir þar aukin samskipti þjóða í verslun og viðskiptum, þjóðernisvitund, tungumál og styrk þjóðríkja og heldur því fram að því víðtækari, sem samvinna á sviði viðskipta og fjármála verði, þeim mun mikilsverðari verði hver einstaklingur. Þá telur hann að ný upplýsingatækni leysi alþjóðlega gjaldmiðla af hólmi og þýðingarvélar styrki einstakar þjóðtungur af því að alþjóðleg samskiptamál verði óþörf með þýðingarvélum. Um tungumálin segir John Naisbitt: Því samtvinnaðra sem efnahagslíf heimsins verður, því fleira í umhverfi okkar verður alþjóðlegra. Það sem eftir stendur af þjóðlegum verðmætum verður hins vegar þeim mun mikilsverðara. Því alþjóðlegri, sem starfsumhverfi manna verður, því þjóðlegri verða menn í hugsun. Lítil málsamfélög í Evrópu hafa fengið nýja stöðu og aukinn styrk vegna þess að fólk leggur meiri rækt við menningarlega arfleifð sína til mótvægis við sameiginlegan markað Evrópu. John Naisbitt minnist sérstaklega á Íslendinga og íslensku og bendir á, að á Íslandi tali allir ensku og jafnvel önnur tungumál. Engu að síður varðveiti Íslendingar hreinleika íslenskunnar („purity of the Icelandic language“) og byggi á gamalli lýðræðis- og bókmenntahefð.Framtíð íslenskrar tungu Íslensk tunga mun áfram vega þyngst í varðveislu sjálfstæðrar menningar og stjórnarfarslegs fullveldis þjóðarinnar. Landfræðileg og menningarleg einangrun landsins, sem áður varð til þess að tungan hélt velli, dugar ekki lengur. Íslenskt þjóðfélag hefur ekki sömu sérstöðu og áður og alþjóðahyggja mótar viðhorf Íslendinga – ekki síst viðhorf ungs fólks sem eru meiri heimsborgarar og óbundnari heimahögum en fyrri kynslóðir, enda stundum talað um „hinn nýja Íslending“ sem láti sér í léttu rúmi liggja hvar hann er búsettur og hvaða mál hann talar, aðeins ef hann hefur starf og laun við hæfi og getur lifað því lífi sem hann kýs. Enginn vafi leikur á að margvísleg hætta steðjar að íslenskri tungu. Því þurfa stjórnvöld undir leiðsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins að móta opinbera málstefnu sem víðtækt samkomulag yrði um. Til þess verður að efna til umræðu um íslenskt mál og íslenska málstefnu og þurfa sem flestir að taka þátt í þeirri umræðu auk stjórnvalda: rithöfundar og skáld, kennarar og skólayfirvöld, málvísindamenn, sagnfræðingar, bókmenntafræðingar og félagsfræðingar, læknar og lögfræðingar svo og fulltrúar atvinnulífs og viðskipta, enda hafa mörg fyrirtæki sýnt íslenskri málrækt áhuga og skilning. Auk þess er sjálfsagt að efla máltækni fyrir íslenska tungu. Máltækni sker hins vegar ekki úr um líf nokkurrar þjóðtungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerð var af fremstu máltæknisérfræðingum Evrópu og bendir til þess að flest Evrópumál, þar á meðal íslenska, eigi á hættu stafrænan dauða og séu í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Hvítbókaröð META-NET, sem er kallað evrópsk öndvegisnet (a Network of Excellence). Er rannsóknin unnin af meira en 200 sérfræðingum á 60 rannsóknarsetrum í 34 löndum, þ.á.m. Íslandi. (http://www.meta-net.eu/whitepapers). Sérfræðingarnir lögðu mat á stöðu máltækni fyrir 30 af um 80 tungumálum Evrópu á fjórum mismunandi sviðum: vélþýðingum, talsamskiptum, textagreiningu og aðgengi að mállegum gagnasöfnum. Sérfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu að stafrænn stuðningur við 21 af þessum 30 tungumálum væri lítill sem enginn á að minnsta kosti einu af þessum sviðum. Nokkur tungumál, m.a. íslenska, fá lægsta einkum á öllum sviðunum fjórum og lenti íslenska í næstneðsta sæti tungumálanna 30. Aðeins maltneska er talin standa verr að vígi og enska ein taldist hafa „góðan stuðning“.Grundvöllur rannsóknarinnar Ekki er ljóst við hvað átt er með „stafrænni öld“, hvort orðin merkja einfaldlega einhvern tíma í framtíðinni eða á þessari öld - öld stafrænna samskipta. Merking þessara orða skiptir ekki öllu máli heldur hugsunin og aðferðin sem býr að baki rannsókninni, skilningur á hlutverki og stöðu tungumála svo og tilgangurinn með því að fullyrða, „að flest Evrópumál, þar a´ meðal íslenska, eigi a´ hættu stafrænan dauða“ án þess að gerður sé nokkur fyrirvari annar en sá, að stafrænn stuðningur við tungumálin verði aukinn að mun.Hlutverk tungumála Tungumál er mikilsverðasta tjáningartækni mannlegs samfélags í öllum sínum margbreytilegu myndum. Með tungumálinu tjáum við skapandi hugsun okkar og tilfinningar, afstöðu og viðhorf og komum skilaboðum á framfæri í óteljandi myndum. Bandaríski félagsfræðingurinn John Naisbitt gaf árið 1994 út bók sem hann nefndi Global Paradox, og ræðir þar aukin samskipti þjóða í verslun og viðskiptum, þjóðernisvitund, tungumál og styrk þjóðríkja og heldur því fram að því víðtækari, sem samvinna á sviði viðskipta og fjármála verði, þeim mun mikilsverðari verði hver einstaklingur. Þá telur hann að ný upplýsingatækni leysi alþjóðlega gjaldmiðla af hólmi og þýðingarvélar styrki einstakar þjóðtungur af því að alþjóðleg samskiptamál verði óþörf með þýðingarvélum. Um tungumálin segir John Naisbitt: Því samtvinnaðra sem efnahagslíf heimsins verður, því fleira í umhverfi okkar verður alþjóðlegra. Það sem eftir stendur af þjóðlegum verðmætum verður hins vegar þeim mun mikilsverðara. Því alþjóðlegri, sem starfsumhverfi manna verður, því þjóðlegri verða menn í hugsun. Lítil málsamfélög í Evrópu hafa fengið nýja stöðu og aukinn styrk vegna þess að fólk leggur meiri rækt við menningarlega arfleifð sína til mótvægis við sameiginlegan markað Evrópu. John Naisbitt minnist sérstaklega á Íslendinga og íslensku og bendir á, að á Íslandi tali allir ensku og jafnvel önnur tungumál. Engu að síður varðveiti Íslendingar hreinleika íslenskunnar („purity of the Icelandic language“) og byggi á gamalli lýðræðis- og bókmenntahefð.Framtíð íslenskrar tungu Íslensk tunga mun áfram vega þyngst í varðveislu sjálfstæðrar menningar og stjórnarfarslegs fullveldis þjóðarinnar. Landfræðileg og menningarleg einangrun landsins, sem áður varð til þess að tungan hélt velli, dugar ekki lengur. Íslenskt þjóðfélag hefur ekki sömu sérstöðu og áður og alþjóðahyggja mótar viðhorf Íslendinga – ekki síst viðhorf ungs fólks sem eru meiri heimsborgarar og óbundnari heimahögum en fyrri kynslóðir, enda stundum talað um „hinn nýja Íslending“ sem láti sér í léttu rúmi liggja hvar hann er búsettur og hvaða mál hann talar, aðeins ef hann hefur starf og laun við hæfi og getur lifað því lífi sem hann kýs. Enginn vafi leikur á að margvísleg hætta steðjar að íslenskri tungu. Því þurfa stjórnvöld undir leiðsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins að móta opinbera málstefnu sem víðtækt samkomulag yrði um. Til þess verður að efna til umræðu um íslenskt mál og íslenska málstefnu og þurfa sem flestir að taka þátt í þeirri umræðu auk stjórnvalda: rithöfundar og skáld, kennarar og skólayfirvöld, málvísindamenn, sagnfræðingar, bókmenntafræðingar og félagsfræðingar, læknar og lögfræðingar svo og fulltrúar atvinnulífs og viðskipta, enda hafa mörg fyrirtæki sýnt íslenskri málrækt áhuga og skilning. Auk þess er sjálfsagt að efla máltækni fyrir íslenska tungu. Máltækni sker hins vegar ekki úr um líf nokkurrar þjóðtungu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun