Bjarki Þór var gráti næst er hann fékk gullverðlaunin Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. desember 2015 22:30 Bjarki Þór Pálsson. Kjartan Páll Sæmundsson. Bjarki Þór Pálsson keppti á dögunum á Evrópumótinu í MMA í Birmingham. Bjarki gerði sér lítið fyrir og sigraði stærsta flokkinn og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir fimm bardaga á fjórum dögum. Mótið fór fram dagana 19. til 22. nóvember en þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumótið var haldið. Mjölnir sendi átta keppendur á mótið og kom heim með tvenn gullverðlaun og eitt brons en Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð einnig Evrópumeistari á mótinu. Bjarki Þór átti frábæra frammistöðu á mótinu en hver var erfiðasti bardaginn og af hverju? „Mér fannst annar bardaginn, gegn Ítalanum mjög erfiður. Hann var sterkur og sveiflaði höndunum eins og hann væri að taka skriðsund og ég fann mig ekki alveg í þeim bardaga. Ég var með fókusinn mikið á að ég þyrfti að taka tvo bardaga þann dag þannig að ég átti erfitt með að finna mig. Einnig var ég með áhyggjur af því að mæta einum Íra frá John Kavanagh í næsta bardaga. Hann var svo lítill og væskislegur og ungur og mig langaði bara ekki að lenda á móti honum. Mig langaði ekki að meiða hann. Það var eitthvað í hausnum á mér að flækjast fyrir,“ segir Bjarki Þór en hann þurfti að keppa tvo bardaga á öðrum degi mótsins. „Í fimmta bardaganum var ég auðvitað orðinn mjög þreyttur. Líkaminn var hættur að hlýða öllum skipunum, var svolítið mikið eftir á í upphitun. Líkaminn var tregur til og sprengikrafturinn var farinn og ég fann hvað ég var svakalega þreyttur.“ Bjarki hefur áður talað um hve mikið hann hefur langað að keppa fyrir hönd Íslands og hafði það hvetjandi áhrif á hann þegar hann var orðinn þreyttur. „Þjóðarstoltið hjálpaði mér gríðarlega. Ég elska Ísland og stuðningurinn sem ég fékk var geðveikur. Eftir hvern bardaga kíkti ég á Facebook og þar voru allir að hvetja mig áfram og ég bara klökknaði í hvert einasta skipti sem ég sá þetta. Síðan var ég með möntru í hausnum á mér, pain is temporary, glory is forever! Það var það sem ég mantraði, án djóks! Þetta var farið að verða erfitt þegar komið var að þriðja bardaganum. Þá er hætt við að maður geti orðið neikvæður og vildi ég passa mig á því. Ég sagði því bara við sjálfan mig ‘þetta er fyrsti bardaginn’ fyrir hvern bardaga.“ Þegar Bjarki fékk gullverðlaunin afhend var íslenski fáninn á skjánum og þjóðsöngurinn spilaður. Það hlítur að hafa kitlað þjóðarstoltið hjá Bjarka? „Jú algjörlega, það munaði litlu að ég hefði bara farið að hágráta. Ég var svo þakklátur og að heyra þjóðsönginn og með fánann, þetta var eitt besta augnablik lífs míns.“ Ítarlegra viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér en þar talar hann m.a. um ruglið í fortíðinni og andlega erfiðleika. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30 Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson keppti á dögunum á Evrópumótinu í MMA í Birmingham. Bjarki gerði sér lítið fyrir og sigraði stærsta flokkinn og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir fimm bardaga á fjórum dögum. Mótið fór fram dagana 19. til 22. nóvember en þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumótið var haldið. Mjölnir sendi átta keppendur á mótið og kom heim með tvenn gullverðlaun og eitt brons en Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð einnig Evrópumeistari á mótinu. Bjarki Þór átti frábæra frammistöðu á mótinu en hver var erfiðasti bardaginn og af hverju? „Mér fannst annar bardaginn, gegn Ítalanum mjög erfiður. Hann var sterkur og sveiflaði höndunum eins og hann væri að taka skriðsund og ég fann mig ekki alveg í þeim bardaga. Ég var með fókusinn mikið á að ég þyrfti að taka tvo bardaga þann dag þannig að ég átti erfitt með að finna mig. Einnig var ég með áhyggjur af því að mæta einum Íra frá John Kavanagh í næsta bardaga. Hann var svo lítill og væskislegur og ungur og mig langaði bara ekki að lenda á móti honum. Mig langaði ekki að meiða hann. Það var eitthvað í hausnum á mér að flækjast fyrir,“ segir Bjarki Þór en hann þurfti að keppa tvo bardaga á öðrum degi mótsins. „Í fimmta bardaganum var ég auðvitað orðinn mjög þreyttur. Líkaminn var hættur að hlýða öllum skipunum, var svolítið mikið eftir á í upphitun. Líkaminn var tregur til og sprengikrafturinn var farinn og ég fann hvað ég var svakalega þreyttur.“ Bjarki hefur áður talað um hve mikið hann hefur langað að keppa fyrir hönd Íslands og hafði það hvetjandi áhrif á hann þegar hann var orðinn þreyttur. „Þjóðarstoltið hjálpaði mér gríðarlega. Ég elska Ísland og stuðningurinn sem ég fékk var geðveikur. Eftir hvern bardaga kíkti ég á Facebook og þar voru allir að hvetja mig áfram og ég bara klökknaði í hvert einasta skipti sem ég sá þetta. Síðan var ég með möntru í hausnum á mér, pain is temporary, glory is forever! Það var það sem ég mantraði, án djóks! Þetta var farið að verða erfitt þegar komið var að þriðja bardaganum. Þá er hætt við að maður geti orðið neikvæður og vildi ég passa mig á því. Ég sagði því bara við sjálfan mig ‘þetta er fyrsti bardaginn’ fyrir hvern bardaga.“ Þegar Bjarki fékk gullverðlaunin afhend var íslenski fáninn á skjánum og þjóðsöngurinn spilaður. Það hlítur að hafa kitlað þjóðarstoltið hjá Bjarka? „Jú algjörlega, það munaði litlu að ég hefði bara farið að hágráta. Ég var svo þakklátur og að heyra þjóðsönginn og með fánann, þetta var eitt besta augnablik lífs míns.“ Ítarlegra viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér en þar talar hann m.a. um ruglið í fortíðinni og andlega erfiðleika.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30 Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55
Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30
Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30
Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00
Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45
Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12