Framherjinn Brynjar Jónasson er genginn í raðir Þróttar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Brynjar, sem er 21 árs, kemur til Þróttar frá Fjarðabyggð þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. Þróttur endaði í 2. sæti 1. deildar í fyrra og leikur því í Pepsi-deildinni á næsta ári, í fyrsta sinn síðan 2009.
Brynjar skoraði níu mörk í 21 leik í 1. deildinni í sumar og 19 í 22 leikjum í 2. deildinni í fyrra. Hann hefur alls gert 30 mörk í 48 leikjum í deild og bikar hér á landi.
Brynjar þekkir vel til aðstoðarþjálfara Þróttar, Brynjars Gestssonar, en hann þjálfaði hann hjá Fjarðabyggð 2014 og 2015. Þeir eru nú sameinaðir á ný í Laugardalnum.
Brynjar, sem er uppalinn hjá FH, er annar framherjinn sem Þróttur fær til sín í vetur en áður hafði Emil Atlason gert samning við félagið.
Sjá einnig: Ryder þjálfar Þrótt til ársins 2017
Þá hafa tveir ungir og efnilegir leikmenn skrifað undir þriggja ára samning við Þrótt; Júlíus Óskar Ólafsson og Aron Dagur Heiðarsson. Sá síðarnefndi er sonur Heiðars Helgusonar, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns.
Markahæsti leikmaður Fjarðabyggðar undanfarin tvö ár búinn að semja við Þrótt
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti



Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
