Benzema vill vinna EM með Valbuena Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2015 18:09 Vísir/Getty Karim Benzema mun í kvöld tjá sig í fyrsta sinn um fjárkúgunarmálið sem vakið hefur mikla athygli í Frakklandi. Benzema, sem leikur með Real Madrid, hefur verið ákærður fyrir að taka þátt í samsæri um að beita annan franskan landsliðsmann, Mathieu Valbuena, fjárkúgun vegna kynlífsmyndbands þess síðarnefnda. Sjá einnig: Forsætisráðherra Frakka ekki hrifinn af Benzema Benzema hefur viðurkennt að hann hafi komið að málinu en neitar því að hafa haft rangt við. „Vonandi endar þetta vel og allt verður í lagi. Að við getum aftur spilað saman í franska landsliðinu og unnið EM,“ sagði Benzema í viðtalinu sem verður birt í heild sinni í kvöld. „Ég er ekki að þykjast fyrir myndavélirnar. Ég er ekki að spila neinn leik,“ sagði Benzema enn fremur. „Ég er hingað kominn til að vera heiðarlegur.“ Sjá einnig: Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Enn liggur ekki nákvæmlega ljóst fyrir hver þáttur Benzema er í málinu en talið er að hann hafi komið að máli við Valbuena á æfingu franska landsliðsins í haust fyrir hönd æskuvinar síns og hvatt hann til að hafa samband við aðila sem segjast vera með umrætt myndband í sínum fórum. Benzema má samkvæmt dómsúrskurði ekki hitta Valbuena á meðan rannsókn málsins stendur og því geta þeir ekki verið saman í franska landsliðinu. Ef málið dregst á langinn fram yfir EM er ljóst að aðeins annar þeirra á möguleika á að taka þátt í mótinu. Hvorugur þeirra var valinn í franska landsliðið í síðasta mánuði. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Karim Benzema mun í kvöld tjá sig í fyrsta sinn um fjárkúgunarmálið sem vakið hefur mikla athygli í Frakklandi. Benzema, sem leikur með Real Madrid, hefur verið ákærður fyrir að taka þátt í samsæri um að beita annan franskan landsliðsmann, Mathieu Valbuena, fjárkúgun vegna kynlífsmyndbands þess síðarnefnda. Sjá einnig: Forsætisráðherra Frakka ekki hrifinn af Benzema Benzema hefur viðurkennt að hann hafi komið að málinu en neitar því að hafa haft rangt við. „Vonandi endar þetta vel og allt verður í lagi. Að við getum aftur spilað saman í franska landsliðinu og unnið EM,“ sagði Benzema í viðtalinu sem verður birt í heild sinni í kvöld. „Ég er ekki að þykjast fyrir myndavélirnar. Ég er ekki að spila neinn leik,“ sagði Benzema enn fremur. „Ég er hingað kominn til að vera heiðarlegur.“ Sjá einnig: Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Enn liggur ekki nákvæmlega ljóst fyrir hver þáttur Benzema er í málinu en talið er að hann hafi komið að máli við Valbuena á æfingu franska landsliðsins í haust fyrir hönd æskuvinar síns og hvatt hann til að hafa samband við aðila sem segjast vera með umrætt myndband í sínum fórum. Benzema má samkvæmt dómsúrskurði ekki hitta Valbuena á meðan rannsókn málsins stendur og því geta þeir ekki verið saman í franska landsliðinu. Ef málið dregst á langinn fram yfir EM er ljóst að aðeins annar þeirra á möguleika á að taka þátt í mótinu. Hvorugur þeirra var valinn í franska landsliðið í síðasta mánuði.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira